Bandaríkjamaðurinn Daniel Hund, sem hrapaði tugi metra á fjallaskíðum á Tröllaskaga í mars, missti báða fótleggina eftir slysið og minnstu munaði að hann tapaði einnig handleggjunum. Hann og Sierra, kona hans, voru hér að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar örlögin gripu í taumana – og takast nú á við gerbreyttar aðstæður í lífi sínu.

Daniel veitti Fréttablaðinu viðtal vegna slyssins en í viðtalinu er einnig rætt við björgunarsveitarmanninn sem kom að Daniel eftir að hann hafði slasað sig, einn á ferð í fjallinu.

Fyrstur á vettvang var Kári Brynjólfsson, ungur liðsmaður björgunarsveitarinnar Dalvíkur.

„Ég sá strax að hann var með meðvitund en kaldur mjög og þjáður,“ segir Kári, „en augljóst var að hann var stórslasaður,“ bætir hann við. „En ég gerði mér líka grein fyrir því að aðstæður til björgunar voru með erfiðasta móti.“

Í viðtalinu er hægt að lesa ítarlegri lýsingar Kára á því hvernig hann og aðrir björgunarsveitarmenn fóru að því að koma Daniel úr fjallshlíðinni og upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér að neðan.