Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að­stæðurnar í dag ekki bjóða upp á að slaka á tak­mörkunum og sótt­varnar­reglum.

„Maður hefur smá á­hyggjur af þróuninni, það að við séum ekki að sjá neina hraða­fækkun á til­fellum,“ segir Þór­ólfur.

Í fyrra­dag greindustu 141 en í dag voru minnst 84, lík­legt er að sú tala muni hækka á morgun með upp­færðum tölum og vera þá í kringum hundrað. Þór­ólfur segir það of snemmt til að segja hvort til­felli séu á niður­leið.

Bólu­setning fækkar inn­lögnum

Þór­ólfur segir stöðuna þunga á Lands­spítalanum og að unnið sé í sam­ráði við stjórn­endur þar að meta hvort eigi að leggja til harðari að­gerðir. „Við vitum að spítalinn er alltaf tveimur vikum á eftir bylgjunni og við erum að sjá fleiri inn­lagnir,“ segir hann en í dag eru 29 inni­liggjandi, þar af fimm á gjör­gæslu og tveir í öndunar­vél.

Á­hættan er veru­lega minnkuð hjá þeim sem eru full­bólu­settir miðað við þá sem eru óbólu­settir, sam­kvæmt Þór­ólfi, en líkurnar á inn­lögnum eru sér­stak­lega minni.

„Það er á­stæða til að hvetja þá sem eru óbólu­settir núna að fara í bólu­setningu,“ segir Þór­ólfur og bætir að bólu­setningin gefi fimm­tíu prósent vörn gegn smiti og um níu­tíu prósent vörn gegn al­var­legum veikindum. „Svo það er til mjög mikils að vinna og mjög mikil­vægt að fólk mæti í bólu­setningu.“

Sótt­varnir til fram­tíðar

Þór­ólfur heldur á­fram að koma með til­lögur til ráð­herra og hefur skilað ein­hverjum til­lögum og hug­myndum til ráð­herra um hvernig eigi að haga sótt­vörnum til lang­tíma. Hann segist gefa stjórn­völdum svig­rúm til að ræða þær sín á milli áður en hann fer að ræða þær opin­ber­lega.

„Ég held verk­efni okkar núna sé fyrst og fremst að ná þessari bylgju al­menni­lega niður og fara svo að hugsa til fram­tíðar, hvernig við ætlum að hafa okkar fram­tíðar­fyrir­komu­lag gagn­vart Co­vid,“ segir hann. „Co­vid er ekki að fara, það er að fara vera við­varandi í heiminum næstu mánuði og jafn­vel ár.“

Ef kórónu­veiran verður hluti af sam­fé­laginu í ein­hver ár í við­bót þarf að huga að að­gerðum til að lág­marka á­hættu á út­breiðslu og al­var­legum af­leiðingum. „Það er fram­tíðar­músíkin,“ segir hann.

Hann segist ekki sjá það gerast á næstunni að settar verði mis­munandi reglur á fólk eftir bólu­setningar­stöðu, þó það geti vissu­lega orðið svo­leiðis.

Mis­skilningur að hrað­próf geti komið í veg fyrir sótt­kví

Á milli landa eru hrað­próf notuð með ýmsu móti og Þór­ólfur segir engin tvö lönd nota þau á sama hátt. „Það er allur gangur á því hvernig þessi hrað­próf eru notuð og hvaða réttindi þau veita,“ segir hann.

Það þurfi að skoða það á Ís­landi hvernig við viljum beita þeim og skil­greina það vel. Þá sé mikil­vægt að koma með leið­beiningar um notkun.

„Það er á­kveðinn mis­skilningur í gangi um að hr­að­greininga­próf geti komið í staðinn fyrir til dæmis sótt­kví í smitrakningu og það er alls ekki svo,“ segir Þór­ólfur. Hrað­prófin geti þó komið að góðum notum undir ýmsum kring­um­stæðum.

Skoða hólfa­skiptingu í skólum

Því fylgir alltaf ein­hver á­hætta þegar ein­staklingar safnast saman, hvort sem er í skóla­starfi eða öðru starfi, segir Þór­ólfur.

„Þar þarf að gæta að grunn­sótt­vörnum,“ segir hann. „Við þurfum líka að vinna með skóla­yfir­völdum að leið­beiningum fyrir skóla.“

Það þarf að á­kveða hvernig sótt­vörnum verður hagað varðandi hólfa­skiptingar og annað slíkt og fer sú vinna fram með Mennta­mála­ráðu­neytinu, Heil­brigðis­ráðu­neytinu og skóla­yfir­völdum.

For­gangs­verk­efni að bólu­setja víðar

Þór­ólfur segir það á­fram vera for­gangs­verk­efni að ná út­breiðslu í bólu­setningu sem víðast. Þá sjái Heil­brigðis­ráðu­neytið um dreifingu bólu­efna til annarra landa af því sem Ís­land kaupir.

„Við höfum okkar frum­skyldu að bólu­setja sem best ís­lenska þegna og fólk hér innan­lands,“ segir Þór­ólfur en bætir við að búið sé að festa kaup á miklu magni af bólu­efni sem verður ekki notað og verði þá líkega dreift til annarra landa.