Nú er að­staða til að fram­kvæma hrað­próf til­búin í hús­næði Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins á Suður­lands­braut 34. Beðið er eftir tölu­kerfinu, og er gert ráð fyrir því að það verði til­búið á morgun þriðju­daginn 7. septem­ber. Þetta kemur fram í til­kynninguHeilsu­gæslunnar á höfuð­borgar­svæðinu.


Á­ætlað er að fyrst um sinn verði opið frá 8:00 til 20:00 alla virka daga og 9:00 til 15:00 um helgar.
Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins hefur tryggt sér nægi­legt magn hrað­prófa, bæði fyrir höfuð­borgar­svæðið og allt landið. Utan höfuð­borgar­svæðisins mun fram­kvæmd hrað­prófa fara fram innan heilsu­gæslu hjá heil­brigðis­stofnunum.


Þá er stefnt að því að koma á grunn­virkni fyrir hrað­próf og stærri við­burði fyrir lok vikunnar. Þeir sem ætla sér að sækja stærri við­burði sam­kvæmt áður­nefndri reglu­gerð verður gert kleift að fara í hrað­próf 10. septem­ber.


Vef­síðan test.co­vid.is verður sett upp og notuð til að panta hrað­próf sem og að skrá fólk á staðnum.
Fyrst um sinn verður vott­orð um nei­kvæða niður­stöðu úr hrað­prófi send í Heilsu­veru og í tölvu­pósti og vistuð sem PDF skjal. Unnið er að öðrum lausnum og getur við­komandi þannig sýnt vott­orð á skjá svo sem síma eða út­prentað áður en við­burður hefst.