Mjaldra­systurnar Litla-Grá og Litla-Hvít hafa það gott í að­lögunar­lauginni í Heima­ey. Í færslu á Insta­gram-síðu mjaldra­at­hvarfsins Beluga Whale Sanctu­ary, segir að systurnar hafi að­lagast vel og fengið nóg að borða á tíma­bundnu heimili þeirra.

Þar verða þær í sótt­kví í yfir 40 daga áður en þær fá að svamla um í sjó­kvínni í Kletts­vík. Tæp vika er síðan Litla-Grá og Litla-Hvít komu hingað til lands en þær voru fluttar með flug­vél Car­golux frá Sjang­hæ í Kína.

Systurnar voru fangaðar við Rúss­land fyrir mörgum árum og hafa dvalið í Sjang­hæ síðan þá. Eig­endur sæ­dýra­safnsins, hvar þær dvöldu, á­kváðu fyrir þremur árum að finna þeim nýtt heimili. Eftir við­ræður við Vest­manna­eyja­bæ var komust að sam­komu­lagi að þær fengju að búa í Kletts­vík, en há­hyrningurinn Keikó hafðist þar við á sínum tíma.