Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít hafa það gott í aðlögunarlauginni í Heimaey. Í færslu á Instagram-síðu mjaldraathvarfsins Beluga Whale Sanctuary, segir að systurnar hafi aðlagast vel og fengið nóg að borða á tímabundnu heimili þeirra.
Þar verða þær í sóttkví í yfir 40 daga áður en þær fá að svamla um í sjókvínni í Klettsvík. Tæp vika er síðan Litla-Grá og Litla-Hvít komu hingað til lands en þær voru fluttar með flugvél Cargolux frá Sjanghæ í Kína.
Systurnar voru fangaðar við Rússland fyrir mörgum árum og hafa dvalið í Sjanghæ síðan þá. Eigendur sædýrasafnsins, hvar þær dvöldu, ákváðu fyrir þremur árum að finna þeim nýtt heimili. Eftir viðræður við Vestmannaeyjabæ var komust að samkomulagi að þær fengju að búa í Klettsvík, en háhyrningurinn Keikó hafðist þar við á sínum tíma.