Fjölmiðlum barst tilkynning frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um mikinn viðbúnað vegna slyss í Kleifarvatni í hádeginu í dag. Björgunarsveitir frá Reykjanesbæ, Grindavík og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til.
Kafarar hófu leit í vatninu þar sem talið var að ein manneskja hafi farið ofan í vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til aðstoða við leitina en viðbúnaðurinn reyndist óþarfur.
„Þetta reyndist bara vera kafari og hann kom upp sjálfur,“ segir varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Fréttablaðið.
Aðgerðum við Kleifarvatn var því hætt þar sem engin hætta var á ferðum.

Frá aðgerðum viðbragðsaðila við Kleifarvatn.
Ljósmynd/Landsbjörg