Fjöl­miðlum barst til­kynning frá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björg um mikinn við­búnað vegna slyss í Kleifarvatni í hádeginu í dag. Björgunar­sveitir frá Reykja­nes­bæ, Grinda­vík og höfuð­borgar­svæðinu voru kallaðar til.

Kafarar hófu leit í vatninu þar sem talið var að ein manneskja hafi farið ofan í vatnið. Þyrla Land­helgis­gæslunnar var einnig kölluð út til að­stoða við leitina en við­búnaðurinn reyndist ó­þarfur.

„Þetta reyndist bara vera kafari og hann kom upp sjálfur,“ segir varð­stjóri á vakt hjá slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að­gerðum við Kleifar­vatn var því hætt þar sem engin hætta var á ferðum.

Frá aðgerðum viðbragðsaðila við Kleifarvatn.
Ljósmynd/Landsbjörg