Vegfarendur í Vesturbæ Reykjavíkur tóku eflaust tekið eftir þeim viðbúnaði sem var hjá umferðadeild lögreglu í Vesturbænum í kringum hálf fimm leytið en aðgerðir lögreglu tengdust sjúkraflutningum

„Þetta var bráðaflutningur á spítala“ sagði umferðadeild lögreglunnar í samtali við fréttastofu.

Umferðarlögregla lokaði götum og hafði afskipti af umferð til þess að tryggja öryggi sjúkraflutninganna og keyrði fyrir sjúkrabílnum til þess að tryggja að hann kæmist leið sinnar sem hraðast.

Talið var að um sérsveit hefði verið að ræða þar sem bíllinn sem fylgdi sjúkrabíl var svartur en lögregla staðfesti að svo væri ekki. Umferðadeild notist stundum við svartan bíl með ljósum í ákveðnum tilfellum. „Ég skil að fólk haldi þetta“ sagði umferðadeild.

Tímasetning flutninganna spilaði eflaust stóran þótt í aðgerðum lögreglu þar sem um háannatíma í umferðinni var að ræða.