Far­aldur Co­vid-19 sækir enn í sig veðrið í stórum hluta Evrópu og er Ís­land þar ekki undan­skilið. Nú er hafið nýtt bólu­setningar­á­tak hér á landi þar sem boðið er upp á örvunar­skammta með bólu­efni Pfizer. Ísraelar voru fyrstir þjóða heims til að hefja örvunar­bólu­setningar í stórum stíl í ágúst og hefur nú tekist að ná góðum tökum á far­aldrinum.

Í grein í ísraelska dag­blaðinu Haaretz er rætt við þar­lenda sér­fræðinga um hvaða lær­dóm megi draga af að­gerðum í landinu.

Fjórða bylgja Co­vid skall á Ísrael af miklum krafti í júlí er Delta-af­brigðið barst til landsins. Bólu­­setning hófst mjög snemma í landinu og gekk afar hratt fyrir sig. Í júlí höfðu lang­f­lestir Ísraelar fengið tvo skammta bólu­efnis Pfizer. Virkni bólu­efnanna var orðin minni en liðnir voru meira en sex mánuðir síðan margir luku bólu­­setningu.

Rann­­sóknir benda sterk­­lega til þess að eftir þann tíma sé vernd bólu­efna orðin tals­vert minni og smitaðist fjöldi full­bólu­­settra Ísraela í fjórðu bylgjunni. Er bylgjan stóð sem hæst í byrjun septem­ber voru um 14 þúsund smit greind á dag en í gær voru þau 462.

Yfir­völd í Ísrael hófu bólu­setningar með örvunar­skömmtum fyrsta ágúst. Fyrst voru 60 ára og eldri bólu­settir og stuttu síðar var farið að bólu­setja 12 ára og eldri. Þremur vikum eftir að her­ferðin hófst urðu skýrar breytingar á á­standinu. Fjöldi smita meðal bólu­settra hríð­féll og þrátt fyrir að óbólu­settir væru einungis 15 prósent þjóðarinnar voru flest al­var­leg Co­vid-til­felli í þeirra hópi.

Því varð Co­vid far­aldur óbólu­settra er örvunar­skammtarnir náðu virkni. Smitum tók að fækka í septem­ber þrátt fyrir að stjórn­völd hafi ekki skellt öllu í lás er fjórða bylgjan hófst, líkt og gert var í fyrri bylgjum.
Sér­fræðingar sem Haaretz ræðir við segja margt sam­bæri­legt milli á­standsins í Ísrael fyrr á árinu og þess sem nú er í Evrópu, þar sem smitum hefur fjölgað mikið. Um 65 prósent íbúa Evrópska efna­hags­svæðisins eru full­bólu­settir en hægt hefur á fram­gangi bólu­setninga eftir að þær fóru hratt af stað.

Frá Jerúsalem.
Fréttablaðið/EPA

Nadav Davido­vitch er prófessor og yfir­maður lýð­heilsu­deildar Ben-Gurion­há­skóla í Negev. Hann segir að reynsla Ísraela í að takast á við Delta-af­brigðiðið sanni að „virkni bólu­efna minnkar eftir seinni skammt stað­reynd og gerist í öllum aldurs­hópum.“ Hann segir vöxt far­aldursins í Evrópu vera „sam­bland af Delta-af­brigðinu og minnkandi ó­næmis“ en örvunar­skammtar dugi ekki til einir og sér, einnig þurfi að ná til þess hóps sem ekki hefur þegar látið bólu­setja sig

Eyal Les­hem er prófessor og yfir­maður smit­sjúk­dóma­deildar Sheba Medi­cal Center í Tel Aviv. Hann segir að helsta lexían fyrir Evrópu sé að átta sig á því að virkni bólu­efna minnkar með tímanum. Í löndum með hátt bólu­setningar­hlut­fall „hefði mátt koma í veg fyrir yfir­standandi bylgju með því að bjóða öllum örvunar­skammt, ekki bara eldri borgurum.“