Fjallað var um rakaskemmdir og myglu í húsum á Alþingi í dag.

Samþykkt var í dag á þinginu þingsályktunartillaga um aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum. Samkvæmt því mun félagsmálaráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra leggja fram nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum til að uppræta og koma í veg fyrir tjón vegna rakaskemmda í fasteignum með því að. Í því er horft til sex þátta til þess að auka réttindi og vernd þeirra sem verða fyrir tjóni vegna rakaskemmda.

Auka þekkingu og hvata

Efla á sjálfstætt eftirlit með prófunum á byggingarefni áður en það er tekið í notkun hér á landi og auka þekkingu fagaðila á rakaskemmdum og forvörnum. Upplýsingar um framkvæmdir á húsnæði verði aðgengilegar á miðlægum grunni. Gera aðgengilegar á miðlægan hátt upplýsingar um framkvæmdir á húsnæði. Jákvæða hvatar verði til fyrir tryggingafélög til að tryggja húsnæði gegn rakaskemmdum hvatar teknir upp fyrir fasteignaeigendur til að koma í veg fyrir og uppræta rakaskemmdir á eldra húsnæði.

Áhyggjur af Nýsköpunarmiðstöð

Velferðarnefnd fékk málið til umfjöllunar og í umsögnum sem bárust nefndinni mátti sjá áhyggjur af því að leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem þar hafi farið fram rannsóknir á raka og mygluskemmdum og reifaði Samiðn m.a. slíkar áhyggjur. „Tryggja þarf áframhaldandi fjármagn svo hægt verði að halda áfram með rannsóknir á þessari meinsemd sem mygla er,“ segir einnig í áliti Samiðnar. Í umsögnum kom líka fram að Embætti Landslæknir hefði þegar sett á fót fagráð um rakaskemmdir og myglu og mun það m.a. fræða heilbrigðisstarfsfólk um rakaskemmdir og áhrif þeirra á heilsu fólks.

Óverulegur kostnaður

Kostnaður vegna aðgerðanna telur velferðarnefnd óverulegan. Unnt sé að útbúa gagnagrunn sem geri aðgengilegar á miðlægan hátt upplýsingar um framkvæmdir á húsnæði sem hluta af gagnagrunni sem þegar er til. Væri því um einfalda viðbót að ræða sem gæti kostað um 3 milljónir króna og árlegur rekstrarkostnaður slíks gagnagrunns þyrfti ekki að vera mikill, eða um tvær milljónir.

Ráðherra á að gera Alþingi grein fyrir aðgerðum sem gripið hefur verið til og áætlun um frekari aðgerðir ekki síðar en í júní næstkomandi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata en auk hennar lögðu sjö þingmenn fram málið, auk Pírata þeir Vilhjálmur Árnason,Sjálfstæðisflokki og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins.

: