Ó­eirða­lög­regla byrjaði í gær að fjar­lægja lofts­lags­að­gerða­­sinna úr bænum Lützer­ath í vestur­hluta Þýska­lands. Að­­gerða­­sinnarnir hafa mót­mælt eyði­leggingu þorpsins af hálfu þýsks orku­fyrir­tækis sem hyggst stækka kola­námu í grenndinni.

Að­gerða­sinnar klifruðu upp í tré og köstuðu grjóti og skutu flug­eldum í átt að lög­reglu. Sumir þeirra hafa verið í þorpinu í meira en ár eftir að síðasti í­búinn flutti á brott.

Þýska ríkis­stjórnin segist þurfa meiri kol til að upp­fylla orku­þörf landsins sem geti ekki lengur reitt sig á gas frá Rúss­landi. Mót­mælendur segja hins vegar að hætta hefði átt notkun kola fyrir löngu í ljósi lofts­lags­breytinga.

Orku­fyrir­tækið RWE hefur samið við héraðs­stjórnina um að tak­marka stærð námunnar. Upp­runa­lega stóð til að rífa fimm þorp en hætt var við þær á­ætlanir. Lützer­ath verður að öllum líkindum seinasta þýska þorpið sem mun víkja fyrir náma­vinnslu.