Að­gerðar­teymi um of­beldi hefur skilað fyrstu á­fanga­skýrslunni sinni sem geymir sjö megin­til­lögur. Meðal þeirra er að Barna­hús verði eflt og styrkt, neyðar­númerið 112 verði eflt svo hægt verði að leita þangað vegna heimilis­of­beldis og of­beldis gegn börnum á­samt því að að­gengi íbúa á lands­byggðinni að þjónustu vegna heimilis­of­beldis verði styrkt, svo dæmi séu tekin.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en í skýrslunni eru tillögurnar ítarlega útfærðar og kostnaðarmetnar.

Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, og Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, skipuðu í byrjun maí að­gerða­t­eymið í þeim til­gangi að stýra og sam­ræma vinnu við út­færslu að­gerða gegn of­beldi á tímum efna­hags­þrenginga og á­falla.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, ríkis­lög­reglu­stjóri og Ey­gló Harðar­dóttir stýra teyminu. Gert er ráð fyrir að að­gerða­t­eymið starfi til loka septem­ber 2020 og skili þá saman­tekt á að­gerðum og árangri af vinnu sinni.

Sjö til­lögur teymisins eru eftirfarandi:

  • Að Barna­hús verði eflt og styrkt þannig að mæta megi aukinni þörf fyrir þjónustu og upp­ræta bið­lista sem hefur myndast.
  • Að neyðar­númerið 112 verði eflt og þróað með þeim hætti að þangað verði hægt að leita vegna heimilis­of­beldis og of­beldis gegn börnum. Í þeim til­gangi verði m.a. þróað sér­stakt vef­svæði sem geymi al­hliða upp­lýsingar um of­beldi, þ.m.t. upp­lýsingar um þjónustu og úr­ræðu á vegum opin­berra aðila, fé­laga­sam­taka og einka­aðila.
  • Að að­gengi íbúa á lands­byggðinni að þjónustu vegna heimilis­of­beldis verði styrkt og í því skyni verði komið verði á fót kvenna­at­hvarfi á Akur­eyri í til­rauna­skyni og þörfin metin á slíku úr­ræði í beinu fram­haldi.
  • Að stuðningur við börn sem eru í við­kvæmri stöðu verði aukinn og á­hersla á vernd þeirra efld. Liður í því verði að fjölga úr­ræðum fyrir ger­endur of­beldis­brota.
  • Að komið verði á til­rauna­verk­efni sem felur í sér að efla og þróa sam­vinnu­sýslu­manna, lög­reglu, fé­lags­þjónustu og barna­verndar í málum er lúta að vel­ferð og högum barna, með sér­stakri á­herslu á vernd barna sem búa við eða hafa búið við of­beldi á heimili.
  • Að ríkis­lög­reglu­stjóra verði falið gera út­tekt og greiningu á of­beldi gegn öldruðum og fötluðum í þeim til­gangi að auka enn frekar vernd þessa hóps. Í því skyni verði m.a. lögð á­hersla á að efla vitund innan lög­reglunnar og meðal al­mennings um of­beldi gegn þessum hópum.
  • Að sér­stakir styrkir verði veittir til verk­efna sem fela í sér að­gerðir gegn of­beldi með á­herslu á sam­starf frjálsra fé­laga­sam­taka og opin­berra aðila.