Að­eins er vitað um tvö virk kórónu­veiru­smit hér á landinu. Einn hefur því náð sér af CO­VID-19 sjúk­dómnum á síðasta sólar­hring. Þetta má lesa úr nýjum tölum á co­vid.is.


Ekkert nýtt smit greindist á síðasta sólar­hring og hefur því að­eins eitt smit greinst á landinu á síðustu tíu dögum. Það greindist á mið­viku­daginn en sá sem greindist var ekki í sótt­kví við greiningu.


Alls eru 886 í sótt­kví og hefur þeim fækkað síðan í gær þegar þeir voru 901. Alls hafa 20.194 lokið sótt­kví hér á landi og eru stað­fest smit orðin 1.803. Að­eins tveir eru enn í ein­angrun en enginn liggur á sjúkra­húsi vegna CO­VID-19.