Að­eins tveir af 99 sluppu lifandi eftir að far­þega­þota brot­lenti í í­búða­hverfi í borginni Karachi í Pakistan í gær. Flug­vélin var af gerðinni Air­bus A320 og var á leið frá Lahor­e til Karachi en ekki liggur fyrir hvað olli slysinu.

Búið er að finna flug­rita vélarinnar og verið er að rann­saka til­drög slyssins. Vélin hafði verið að gera til­raun til lendingar þegar ljóst var að ekki var allt með feldu. Í hljóð­upp­töku af sam­skiptum flug­mannsins við flug­turninn heyrist hann segja að „vélarnar séu farnar“ áður en sam­bandið slitnaði.

Gjör­eyði­lagði hús á jörðu niðri

Flug­vélin brot­lenti í í­búðar­hverfi og varð til þess að um 19 byggingar gjör­eyði­lögðust. Enginn á jörðinni lést þó af völdum á­rekstursins en þó nokkrir hlutu al­var­legan bruna.

Far­þegarnir tveir sem lifðu slysið af björguðust með ó­líkum hætti. Annar þeirra, hinn 24 ára gamli Mu­hammad Zu­bair, sagðist muna eftir því að hafa elt leiðar­ljósin sem leiddu að neyðar­út­gangi vélarinnar þar sem hann hoppaði út um op á væng flug­vélarinnar og þaðan á jörðina.

Sætið flaug úr vélinni

Hinn eftir­lifandi slyssins, Zafar Masud, sagði systur sinni að það eina sem hann myndi frá slysinu væri ó­kyrrðin og ó­öryggið. „Ég skil það sem svo að sætið hans hafi næstum flogið út úr vélinni og hann dottið úr því,“ sagði systir hans í við­tali en bróðir hennar fannst nokkurn spöl frá flakinu.

Neyðar­á­standi var lýst yfir á öllum sjúkra­húsum Karachi-borgar vegna slyssins en þegar er tölu­vert álag á spítölum á svæðinu vegna CO­VID-19 far­aldursins.

Fjöldi húsa fjöreyðilagðist eftir að flugvélin brotlenti í íbúðahverfi.
Fréttablaðið/AFP