Icelandair Group birti flutningatölur fyrir febrúarmánuð í Kauphöllinni í gær þar sem fram kom að heildarfjöldi farþega í millilandaf lugi með vélum fyrirtækisins var um 5 þúsund í febrúarmánuði. Það er samdráttur upp á 98 prósent á milli ára eftir því sem fram kemur í tilkynningunni en framboð á sætum minnkaði um 95 prósent á milli ára.

Þar kemur fram að nánast eingöngu sé um að ræða farþegaflug til Íslands en farþegum sem nýttu sér tengiflug fyrirtækisins milli Evrópu og Norður-Ameríku fækkaði verulega. Fraktflutningar héldu sjó og voru sambærilegir og á sama tíma í fyrra.