Ekkert nýtt kóróna­veiru­smit greindist í gær og að­eins einn er nú með virkt smit að því er kemur fram á co­vid.is en í gær voru þrír með virk smit. Heildar­fjöldi smitaðra er því 1.805 hér á landi en tíu manns hafa látist af völdum CO­VID-19.

Veru­lega fá smit hafa greinst það sem af er mánuði hér á landi en af þeim sjö sem greindust í mánuðinum voru fimm hjá Ís­lenskri erfða­greiningu og voru ekki í sótt­kví við greiningu.

Þrátt fyrir að ekkert smit hafi greinst síðast­liðinn sólar­hring hefur fjölda fólks í sótt­kví aukist en þeim fjölgaði um 164 frá því í gær og eru nú 1111 manns í sótt­kví. Alls hafa tæp­lega 21 þúsund lokið sótt­kvís­að­gerðum.

Alls voru 350 sýni tekin til greiningar í gær en frá upp­hafi hafa rúm­lega 60 þúsund sýni verið tekin.

Um 57 prósent þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví.
Skjáskot/covid.is