Einn ein­stak­lingur greindist með Co­vid-19 veiruna innan­lands síðast­liðinn sólar­hring og var sá í sótt­kví. Þetta er í takt við tölur helgarinnar en einungis þrír greindust yfir helgina.

Tvö smit greindust í gær en smituðu ein­staklingarnir voru ekki í sótt­kví við greiningu. Á laugar­daginn reyndist að­eins einn ein­stak­lingur vera með veiruna eftir skimun og var sá hinn sami í sótt­kví.

Fimm far­þegar greindust á landa­mærunum og þar af voru tveir með virkt smit en beðið er eftir niður­stöðum mót­efna­mælingar í tveimur til­vikum. Alls voru 652 sýni tekin á landa­mærunum í gær.

Sést í land

Þór­ólf­ur Guðn­a­­son, sótt­varna­læknir, kvaðst um helgina binda vonir við að slak­a megi á að­­gerð­um inn­an­lands um miðj­an mán­uð­inn. Hann benti þó á að það væri að að lokum stjórn­völd sem eru á­byrg fyrir endan­­legri út­­færslu á sótt­varna­ráð­stöfunum og það sé að­eins hans að leggja fram til­­lögur.

„Ég verð að koma með ein­hverjar á­ætlanir sem mér finnst skyn­­sam­­legar og það getur vel verið að það sé í and­­stöðu við þessar á­ætlanir stjórn­valda og það er þá stjórn­valda að á­­kveða endan­­lega hver út­­færslan verður.“

Sam­kvæmt dreifingar­á­ætlun lyfja­fram­leið­enda munu stjórn­völd ná tak­marki sínu um bólu­setningu 280 þúsund Ís­lendinga í júlí. Á morgun verður mikið að gera í bólu­setningu þegar þúsundir Ís­lendinga fá sína fyrstu eða aðra sprautu.