Sjö CO­VID-19 smit greindust hér á landi í gær og var að­eins einn þeirra var í sótt­kví við greiningu en þetta hefur RÚV eftir heimildum frá al­manna­vörnum. Auk til­fellanna sjö sem greindust innan­lands í gær greindist einn við landa­mærin en beðið er eftir mót­efna­mælingu úr því sýni.

Alls eru 58 manns í ein­angrun hér á landi vegna CO­VID-19 og eru 454 manns í sótt­kví. Þá er einn inni­liggjandi á spítala með sjúk­dóminn en sá er á legu­deild Land­spítala. 72 þúsund sýni hafa verið tekin innan­lands auk tæpra 64 þúsund við landa­mæri.

Telur þau vera í nokkuð góðum málum

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að hann teldi þau vera í nokkuð góðum málum er varðar smit hér á landi og að niður­stöður úr skimun Ís­lenskrar erfða­greiningar bendi ekki til þess að það sé út­breitt sam­fé­lags­smit.

Líkt og áður hefur verið greint frá var gripið til hertra sótt­varna­ráð­stafanna í kjöl­far þess sem að aukins fjölda smita en ráð­stafanirnar tóku gildi á há­degi í gær. Sam­kvæmt þeim ráð­stöfunum miðast fjölda­tak­markanir við 100 manns og tveggja metra reglan er skylda á ný. Að sögn Þór­ólfs má búast við að sjá megi árangur þeirra að­gerða á næstu vikum.