Langþráður draumur aðdáenda Land Rover Defender varð að veruleika í morgun þegar nýjasta kynslóð bílsins var kynnt formlega á bílasýningunni í Frankfurt sem hófst í morgun. Von er á nýjum Defender til Íslands fljótlega í upphafi næsta árs og er gert ráð fyrir frumsýningu hans hjá Jaguar Land Rover við Hestháls í febrúar/mars.

Ævintýri síðastliðin 70 ár

Defender hefur verið sannkallaður bíll ævintýranna síðastliðin 70 ár. Nýjum Defender er ætlað að taka við kyndlinum sem farskjóti fyrir nútíma ævintýrafólk. Við hönnun hins nýja Defender var tekið mið af allri þessari ævintýralegu sögu og þeim kröfum sem nútíma ferðalangar gera til bíla. Kassalaga útlitið tengir eldri og nýju gerðina sterkum böndum en búnaðurinn tekur mið af því sterkasta en jafnframt því þægilegasta sem Land Rover hefur upp á að bjóða til mæta kröfum nútíma ferðalanga.

Búnaður og gerðir

Nýr Defender 110 (langur) verður fáanlegur allt að 7 manna (2+3+2) og í fjórum útfærslum Base (standard), S, SE, HSE en í upphafi verður tímabundið einnig hægt að fá svokallaða First Edition útgáfu. Viðskiptavinir Defender geta síðan valið um mismunandi aukabúnað sem aldrei hefur verið í jafn miklu úrvali og í þessum nýja bíl eða alls 170 mismunandi hlutir auk sérstakra staðlaðra aukabúnaðarpakka, svo sem Explorer, Adventure, Country og Urban, allt eftir smekk hvers og eins. Fyrir þá sem hyggja á ævintýraferðir á nýjum Defender er hægt að fá fjarstýrt dráttarspil, topptjald með markísu og myndavél sem sýnir ökumanni undirlagið framan við framhjólin sem alla jafna er utan sjónsvæðis ökumanns. Eins og var í eldri gerðum Defender verður styttri útgáfa bílsins í boði en hún kallast Defender 90. Styttri útgáfan verður þó ekki fáanleg alveg strax. Eins og í sönnum Defender verður hægt að fá bílgólfið klætt slitsterku vínylefni til að auðvelda þrif í farþegarýminu enda óhætt að skola það með vatnsslöngu.

Land Rover Defender endanleg 2.jpg

200 til 400 hestöfl, þitt er valið

Nýr Defender verður í upphafi fáanlegur með vali á tveimur mismunandi dísilvélum og tveimur

bensínvélum. Dísilvélarnar eru fjögurra strokka, tveggja lítra, annars vegar 200 hestöfl, og hins vegar 240 hestöfl með Twin Turbo. Bensínvélarnar eru annars vegar fjögurra strokka, tveggja lítra og 300 hestöfl og hins vegar þriggja lítra, sex strokka og 400 hestöfl Hybrid. Seinna er von á Defender í tengiltvinnútgáfu. Fyrstu mánuði Defender á markaði verður einungis hægt að velja annað hvort 240 hestafla dísilútgáfuna eða 400 hestafla bensín í Hybridútgáfu.

Loftpúðafjöðrun og Terrain Responce fjórhjóladrif

Land Rover er brautryðjandi í þróun hinnar fjölstillanlegu Terrain Response fjórhjóladrifstækni sem er það allra besta sem völ er á. Í nýjum Defender verður kynnt ný kynslóð drifbúnaðarins TR2 með nýrri Wade stillingu sem ætlað er að aðstoða ökumann við akstur yfir ár. Defender verður nú í fyrsta skipti með loftpúðafjöðrun eins og verið hefur í Discovery. Af öðru ólöstuðu er loftpúðafjöðrunin sennilega sá einstaki búnaður sem skapar Land Rover mestu sérstöðuna vegna einstakrar og óviðjafnanlegrar mýktar og mikilla aksturseiginleika í torfærum. Fjöðrunina má hækka og lækka eftir aðstæðum en í hæstu stöðu er hæð undir lægsta punkt 29,1 cm og aðkomu-, velti- og fráhvarfshorn eru 38, 28 og 40 gráður.

3,500 kr dráttargeta

Burðargeta Defender 110 er allt að 900 kg, þar af má hlaða 300 kg á toppgrindina. Dráttargetan er 3,5 tonn og óhætt er að aka bílnum í vatni sem er allt að 90 cm djúpt sem gerir Defender að einum fjölhæfasta torfærubílnum á sínu sviði og jafnvígan mörgum breyttum bílum. Land Rover Defender er sérstaklega hannaður með þarfir þeirra sem búa yfir ríkri ævintýraþrá og löngun til að upplifa nýja áfangastaði. Defender hefur vissulega fengið nýtt útlit og nýja tækni, en ný ásýnd hans endurspeglar enn með skýrum hætti sömu þrautseigju og seiglu sem aðdáendur hans hafa treyst á frá upphafi. Á því er engin breyting.