Aðal­steinn Leifs­son ríkis­sátta­semjari segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um van­trausts­yfir­lýsingu stjórn Eflingar sen gefin var út í kvöld.

Þar fordæmir stjórn félagsins vinnubrögð ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins og sagði hann ekki hafa sýnt því minnstan áhuga að kynna sér mál þeirra eða rökstuðning.

Í tilkynningu svarar embætti ríkissáttasemjara aðeins yfir­lýsingum um meint ó­lög­mæti miðlunar­til­lögu embættisins.

„Sátta­semjari kallaði full­trúa beggja aðila til fundar við sig í þessu skyni áður en miðlunar­til­lagan var birt opin­ber­lega. Í skyldu sátta­semjara til að ráðgast við aðila felst ekki að þeir hafi í­hlutunar­rétt eða neitunar­vald um miðlunar­til­lögu. Með vísan til þessa verður að vísa á bug full­yrðingum um að fram­setning miðlunar­til­lögunnar sé ó­lög­mæt á nokkurn hátt,“ segir í til­kynningunni.

Þar segir enn fremur að sökum þeirra að­stæðna sem komnar voru upp í deilum SA og Eflingar var það mat em­bættisins að ó­hjá­kvæmi­legt væri að reyna á það úr­ræði sem samnings­aðilar hafa gagn­rýnt.

Ríkissáttasemjari boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem hann greindi frá því að hann hefði lagt fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Miðlunartillagan byggir nær eingöngu á tilboði SA til Eflingar sem hefur verið hafnað af félaginu. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á laugarda og stendur til þriðjudags. Allir meðlimir Eflingar greiða atkvæða um hana.