Aðal­steinn Kjartans­son, frétta­maður í Kveik, hættir þar í dag og er sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins að fara á Stundina en hann vildi þó ekki stað­festa það sjálfur.

Á Face­book segir hann frá því að í dag sé síðasti dagurinn hans hjá Kveik en þar hefur hann starfað undan­farin ár. Hann segir að RÚV sé ekki vinnu­staðurinn fyrir hann eins og stendur en að hann fari þó ekki í neinu fússi.

„Löngunin til að gera góðar fréttir er sannar­lega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjöl­miðlar hér sem geta veitt mér vett­vang til þess,“ segir Aðal­steinn í færslu sinni.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Aðal­steinn að það sé ekki eitt sem hafi haft á­hrif á þess á­kvörðun en að vinnu­um­hverfið hafi haft mikil á­hrif á hans dag­lega líf.

„Þetta er per­sónu­leg á­kvörðun hjá mér. Það er ekkert eitt. Ég geri á­kveðna gerð af fréttum og það er oft mikil ó­á­nægja með hvað ég er að gera á meðal þeirra sem ég er að fjalla um. Vinnu­um­hverfið var farið að hafa of mikil á­hrif á mitt dag­lega líf þannig að ég væri til í það á­fram. Þetta er ekki dramatísk á­kvörðun þó hún geti litið þannig út,“ segir Aðal­steinn.

Kemur hans nánasta ekki á óvart

Spurður um við­brögð vinnu­fé­laga hans á RÚV og að á­kvörðunin virðist skyndi­leg og koma þeim á ó­vart segir Aðal­steinn að rit­stjórn Kveiks starfi ein og þótt hann eigi í góðu sam­starfi við frétta­menn þá starfi hann ekki með þeim dags dag­lega. Á­kvörðunin komi ekki hans nánustu sam­starfs­mönnum á ó­vart.

Hann segir að næst á dag­skrá sé að fara í frí og svo komi fram­haldið í ljós.

„Ég er að hætta að vinna á RÚV, ég er ekki að hætta í blaða­mennsku,“ segir Aðal­steinn að lokum.

Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...

Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, 30 April 2021