António Guter­res aðal­ritari Sam­einuðu þjóðanna er nú staddur í Moskvu þar sem hann mun fara á fund Vla­dimír Pútín for­seta Rúss­lands og Sergei Lavrov utan­ríkis­ráð­herra. Volodo­myr Selenskíj for­seti Úkraínu gagn­rýndi á­kvörðun Guter­res um að fara fyrst til Rúss­lands áður en hann heim­sækir Úkraínu.

Heim­sókn Guter­res er til­raun til að auka þátt­töku Sam­einuðu þjóðanna í friðar­við­ræðum milli Rúss­lands og Úkraínu. Eftir fundi með Pútín og Lavrov mun Guter­res halda til Kænu­garðs.

„Það er ekkert rétt­læti og engin rök fyrir þessari röð,“ segir Selenskíj. „Stríðið er í Úkraínu, það eru engin lík á götum Moskvu. Það væri rök­rétt að fara fyrst til Úkraínu, sjá fólkið þar, af­leiðingar her­tökunnar.“

Að­stoðar­menn Selenskíj hafa sumir hverjir sagt að Guter­res hafi ekki fengið heimildir fyrir því að tala fyrir hönd Úkraínu í við­ræðum við Rúss­land.

„Við erum mjög á­huga­söm um að finna leiðir til að eiga á­hrifa­ríkar sam­ræður,“ segir Guter­res, „búa til að­stæður fyrir vopna­hlé sem fyrst, búa til að­stæður fyrir frið­sam­legri lausn.“

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fundar í dag og er talið líklegt að það muni meðal annars ræða tillögu Liechtenstein og 55 annarra landa um að mál þar sem neitunarvaldi er beitt í öryggisráði verði tekin til umfjöllunar í allsherjarþingi.