Græn­ker­ap­ar­ið, Nat­ash­a Kat­her­in­e Cuc­u­lovsk­i og Luca Pad­al­in­i, eru stödd hér á land­i til að vekj­a at­hygl­i á rétt­ind­um dýra og veg­an­ism­a. Þau stóð­u í gær fyr­ir mót­mæl­um í versl­un Hag­kaups þar sem þau spil­uð­u ýmis ó­hljóð sem heyr­ast frá dýr­um þeg­ar þeim er slátr­að.

Par­ið, sem yf­ir­leitt er kall­að „That Veg­an Co­up­le“, seg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið að þau hafi ferð­ast um all­an heim og alls stað­ar sé eins kom­ið fram við dýr. Þau mis­not­uð og beitt of­beld­i. Þau telj­a að með Inter­net­in­u og sam­fé­lags­miðl­um sé auð­veld­ar­a fyr­ir að­gerð­ar­sinn­a að koma því á­leið­is til al­menn­ings hvern­ig sé kom­ið fram við dýr. Þau telj­a að flest mann­fólk að­hyll­ist hug­sjón­ir veg­an­ism­a, um að ekki eigi að beit­a dýr ó­þarf­a of­beld­i eða mis­notk­un, en að marg­ir eigi eft­ir að sam­ræm­a gjörð­ir sín­ar við hug­sjón­irn­ar. Þau telj­a að með tíð og tíma eigi það þó eft­ir að breyt­ast.

Spurð hvort á­hug­i Ís­lend­ing­a á græn­ker­a­lífs­stíl, eða veg­an­ism­a, hafi verið mikill og hvort hann kom­ið þeim á ó­vart seg­ir Nat­ash­a að þau eigi góð­an vin frá Ís­land­i sem sé veg­an að­gerð­a­sinn­i, hann hafi ver­ið bú­inn að fræð­a þau um stöð­un­a hér­lend­is og hafi hvatt þau til að koma hing­að.

„Við viss­um hvað væri að ger­ast og von­uð­ust til þess að geta kom­ið með eitt­hvað nýtt og meir­a til Ís­lands. Það er því það sem við gerð­um með trufl­un­ar­mót­mæl­un­um í gær, það hafð­i aldr­ei ver­ið gert hér áður. Við­brögð­in komu kannsk­i ekki end­i­leg­a á ó­vart, en við erum mjög á­nægð með þau,“ seg­ir Nat­ash­a.

Hún seg­ir að hér á Ís­land­i megi sjá á öll­um þeim fjöld­a sem að­hyll­ast veg­an­ism­a að það er hægt að gera það á frek­ar auð­veld­an hátt.

„Það er sí­stækk­and­i hreyf­ing, það eru æ fleir­i veit­ing­a­stað­ir sem bjóð­a upp á veg­an mat, það er ekk­ert ó­venj­u­legt eða á jaðr­in­um við að vera veg­an leng­ur. Það er venj­u­leg hug­mynd. Meir­i­hlut­i fólks er nú þeg­ar sam­mál­a hug­sjón veg­an­ism­a. Þau styðj­a ekki ó­þarf­a of­beld­i gegn dýr­um og árið 2019 er ó­þarf­i að mis­not­a dýr eða vera of­beld­is­full gagn­vart þeim fyr­ir mat, klæðn­að, pruf­u, skemmt­un eða nokk­uð ann­að. Við get­um lif­að ham­ingj­u­sam­leg­u lífi án þess. Fólk er sam­mál­a því í hjart­a sín­um og hug, en þarf að færa það í sín­ar gjörð­ir þrisv­ar á dag. Það eru góð tæk­i­fær­i til þess hér á Ís­land­i,“ seg­ir Nat­ash­a.

Mótmæltu í Hagkaup í gær

Í gær­kvöld­i stóð­u þau fyr­ir frið­sam­leg­um mót­mæl­um, eða svo­kall­aðr­i trufl­un, í Hag­kaup í Skeif­unn­i. Nærr­i kjöt­kæl­i versl­un­ar­inn­ar stóð hóp­ur fólks, sem tók þótt í mót­mæl­un­um, með svart lím­band fyr­ir munn­in­um og spil­að­i fyr­ir gest­i versl­un­ar­inn­ar ó­hljóð sem dýr gefa frá sér við slátr­un. Um var að ræða fyrst­u trufl­un­ar-mót­mæl­i sem hald­in hafa ver­ið á Ís­land­i.

Fjall­að var um gjörn­ing­inn í gær á vef Frétt­a­blaðs­ins. Mik­ill fjöld­i fólks hef­ur brugð­ist við frétt­inn­i á bæði vef­miðl­in­um og á Fac­e­bo­ok og skil­ið eft­ir at­hug­a­semd­ir. Sum­ir styðj­a gjörn­ing­inn á með­an aðr­ir gera það ekki. Nat­ash­a og Luca seg­ir að það komi þeim ekk­ert á ó­vart. Gjörn­ing­ur­inn sé gerð­ur til að vekj­a hjá fólk­i við­brögð.

„Sama hvort það er á já­kvæð­an eða nei­kvæð­an hátt þá erum við end­an­leg­a að reyn­a að vekj­a fólk til um­hugs­un­ar um rétt­ind­i dýra. Við erum auð­vit­að að tala um stór­ar fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar og allt­af þeg­ar kem­ur að breyt­ing­um þá fer mann­fólk­ið í vörn í byrj­un,“ seg­ir Luca.

Milljónir orðin vegan

Spurð­ur hvort að það sé að breyt­ast og fólk sé orð­ið já­kvæð­ar­a í garð veg­an­ism­a og til slíkr­a breyt­ing­a seg­ir Luca ljóst að fólk sé já­kvæð­ar­a víða um heim.

„Millj­ón­ir manns eru orð­in veg­an. Sér­stak­leg­a á síð­ust­u árum má sjá stig­vax­and­i vöxt á mörg­um svið­um. Sama hvort það er lit­ið til fjöld­a fólk sem er orð­ið veg­an, veg­an mat­vör­u sem er í boði, líka á veit­ing­a­stöð­um og versl­un­um sem eru ekki end­i­leg­a veg­an. Einn­ig má sjá aukn­ing­u í á­hug­a á gras­rót­ar­sam­tök­um um all­an heim og þátt­tök­u í þeim,“ seg­ir Luca.

Nat­ash­a tek­ur und­ir þett­a og bæt­ir við að því sterk­ar­i sem hreyf­ing dýr­vernd­un­ar­sinn­a er, því hrað­ar breið­ist út sann­leik­ur um hvern­ig er kom­ið fram við dýr.

„Þett­a er mjög auð­veld um­breyt­ing. Fólk sér að hvern­ig er kom­ið fram við dýr sam­ræm­ist ekki þeim gild­um sem þau nú þeg­ar hafa. Fólk styð­ur ekki að dýr séu beitt of­beld­i að ó­þörf­u eða að sak­laus­ar ver­ur séu mis­not­að­ar. Að verð­a græn­ker­i snýst því að­eins um að al­ign­ing gjörð­ir okk­ur við gild­i sem við höf­um fyr­ir. Dýr­a­vernd­un­ar­sinn­ar varp­a ljós­i á sann­leik­ann og gera þann­ig al­menn­ing­i það ljóst hvern­ig er kom­ið fram við dýr­in. Það er ein á­stæð­a þess að vöxt­ur í veg­an­ism­a er svo mik­ill núna um all­an heim. Það sem iðn­að­ur­inn hef­ur áður get­að fal­ið fyr­ir neyt­and­an­um, eru dýr­a­vernd­un­ar­sinn­ar nú að sýna al­menn­ing­i og fólk get­ur því nú tek­ið upp­lýst­a á­kvörð­un um hvort þau vilj­i hald­a á­fram að styðj­a við slíkt eða ekki,“ seg­ir Nat­ash­a.

Par­ið hef­ur ver­ið hér síð­an fyr­ir helg­i og hafa tek­ið þátt í mörg­um við­burð­um. Þau héld­u fyr­ir­lest­ur og vinn­u­smiðj­u á Gaukn­um síð­ast­a fimmt­u­dag og tóku þátt í Cube of Truth mót­mæl­um á Lækj­ar­torg­i síð­ast­a föst­u­dag. Á laug­ar­dag­inn tóku þau þátt í sam­stöð­u­vök­u fyr­ir dýr í sam­vinn­u við Reykj­a­vík Anim­al Save. Sam­stöð­u­vak­an var hald­in, líkt og áður, við hús­næð­i Slát­ur­fé­lags Suð­ur­lands. Fylgst var með því þeg­ar dýr­in voru flutt til slátr­un­ar og birt mynd­bönd þar sem heyr­a mátt­i þeg­ar dýr­un­um var slátr­að.

Nat­ash­a og Luca fara af land­i brott á morg­un til Grikk­lands þar sem þau hald­a ferð­a­lag­i sínu á­fram. Spurð hvort það verð­i fleir­i við­burð­ir á Ís­land­i áður en þau fara heim segj­a þau að best sé fyr­ir á­hug­a­sam­a að fylgj­ast með á sam­fé­lags­miðl­um.

Natasha og Luca hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum víða um heim. Myndin er tekin á mótmælum í Kanada.
Mynd/That Vegan Couple

Eins komið fram við dýr um allan heim - líka á Íslandi

Undan­far­in ár hef­ur kom­ið út gríð­ar­leg­a mik­ið af heim­ild­ar­mynd­um þar sem að­gerð­a­sinn­ar hafa tek­ið upp í leyn­i mynd­skeið og mynd­ir í slát­ur­hús­um og birt þau svo á sam­fé­lags­miðl­um. Í fyrr­a kom út mynd­in Dom­in­i­on. Mynd­in af­hjúp­ar öfg­a­full­ar að­stæð­ur og slæm­a með­ferð á dýr­um í land­bún­að­i í Ástral­í­u. Spurð hvort þau telj­i að sömu að­stæð­ur og með­ferð á dýr­um sé að finn­a hér á Ís­land­i seg­ir Luca að að­stæð­ur séu svip­að­ar víðs veg­ar um heim.

„Svo dýr­in endi á mat­ar­diskn­um, verð­ur að sker­a þau á háls og sú gjörð, ein og sér, er of­beld­is­full. Það skipt­ir því kannsk­i ekki máli hvort það ger­ist hér á Ís­land­i, Í Ástral­í­u, eða ann­ars stað­ar. Of­beld­i er of­beld­i og að sker­a einhvern á háls get­ur aldr­ei ver­ið frið­sam­leg athöfn. Sér­stak­leg­a þeg­ar aðthöfnin er ó­þörf og fórn­ar­lamb­ið vill ekki deyj­a,“ seg­ir Luca.

Nat­ash­a seg­ir að ein hrik­a­leg­ast­a sen­an í Dom­in­i­on sé þeg­ar svín­in eru leidd til slátr­un­ar, en áður en þeim er slátr­að fara þau í gas­klef­a þar sem þau eru gerð met­vit­und­ar­laus, áður en þau eru skor­in á háls.

„Við vit­um að hér á Ís­land­i er að finn­a slík­a gas­klef­a í ein­hverj­um slát­ur­hús­um. Það sem ger­ist hér, það ger­ist líka ann­ars stað­ar í heim­in­um. Þett­a eru staðl­ar og lög­leg­ar að­gerð­ir sem að er not­ast við í land­bún­að­i um all­an heim. Ef að mynd­efn­i væri tek­ið upp í Asíu, Ástral­í­u, Band­a­ríkj­un­um og á Ís­land­i og svo bland­að sam­an og sýnt fólk­i, þá gæti það ekki greint hvað er tek­ið upp hvar, því alls stað­ar eru sömu staðl­ar. Það er eng­in góð leið, eða betr­i leið, til að fram­kvæm­a slæm­an hlut og það er rangt að sker­a ein­hvern á háls að ó­þörf­u,“ seg­ir Nat­ash­a.

Nat­ash­a og Luca eru á ferð­a­lag­i um heim­inn til að vekj­a fólk til um­hugs­un­ar um rétt­ind­i dýra. Áður en þau komu til Ís­lands voru þau í Kan­ad­a í fimm vik­ur og eft­ir að þau fara héð­an munu þau heim­sækj­a 14 lönd í Evróp­u. Í fyrr­a fóru þau í sams­kon­ar ferð­a­lag um Bret­land, Ír­land og Band­a­rík­in.

„Þegar þú heim­sækir þess­ar dráps­verk­smiðj­ur, býli og aðra stað­i þar sem dýr eru mis­not­uð í ó­lík­um lönd­um og heims­álf­um, þá sérð­u að það sama er að ger­ast alls stað­ar. Það er vegn­a þess að dýr eru á­lit­in neysl­u­var­a og þau eru einn hlut­i fram­leiðsl­unn­ar í iðn­að­i sem velt­ir mörg­um millj­örð­um ár­leg­a. Iðnað­ur­inn hugs­ar ein­göng­u um á­góð­a, hef­ur enga misk­unn og mis­not­ar dýr, mann­eskjur og um­hverf­ið,“ seg­ir Luca.

Fjölmiðlar aðgengilegir á Íslandi

Nat­ash­a og Luca segj­a að það sé ekki end­i­leg­a mun­ur á því í heim­in­um hvers­u með­vit­að fólk er, sér­stak­leg­a þeg­ar lit­ið er til þess að upp­lýs­ing­arn­ar eru öll­um að­geng­i­leg­ar á Inter­net­in­u og ber­ast fljótt um á sam­fé­lags­miðl­um.

„Ég held að það sé að verð­a al­geng­ar­a og staðl­að um all­an heim að sjá fólk berj­ast fyr­ir rétt­ind­um dýra. Mun­ur­inn hér á Ís­land­i er að fjöl­miðl­ar eru fljót­ir að fjall­a um veg­an­ism­a. Í öðr­um lönd­um er kannsk­i mik­ið að ger­ast en erf­itt fyr­ir að­gerð­a­sinn­a að fá pláss í fjöl­miðl­um. Hér virð­ist fólk vera opn­ar­a fyr­ir þess­um upp­lýs­ing­um, og það er frá­bært,“ seg­ir Nat­ash­a.

Þau segj­a að smæð­ lands­ins vinn­i einn­ig með að­gerð­a­sinn­um hér og það geti jafn­vel ver­ið auð­veld­ar­a hér að koma upp­lýs­ing­un­um á­leið­is til fólks um rétt­ind­i dýra.

Luca og Natasha hafa ferðast um allan heim til að vekja fólk til umhugsunar um réttindi dýra.
Mynd/That Vegan Couple

Tegundamismunun algeng um allan heim

Nat­ash­a og Luca fóru síð­deg­is í dag í hval­a­skoð­un og sögð­u að það hafi kom­ið þeim á ó­vart að kon­an sem sá um túr­inn hvatt­i sér­stak­leg­a fram við ferð­a­menn­in­a sem voru í ferð­inn­i til að borð­a ekki hval­kjöt á veit­ing­a­stöð­um, en hafi svo á sama tíma hvatt til neyslu á öðrum dýrum.

„Hún var mjög skýr að hval­kjöt og hval­a­veið­ar væru ekki hlut­i af ís­lenskr­i menn­ing­u og ef að við vild­um styðj­a við þess­ar fal­leg­u ver­ur í nátt­úr­unn­i þá þyrft­u við að huga að því að vernd­a þær, og það mynd­um við gera með því að borð­a þær ekki. En svo hélt hún á­fram og sagð­i að við ætt­um að njót­a þess að borð­a öll hin dýr­in og fisk­inn sem er í boði á Ís­land­i. Við urð­um fyr­ir mikl­um von­brigð­um með það því með því var hún að ýta und­ir teg­und­a­mismunun [e. Speciesism] þar sem gef­ið er í skyn að á­kveðn­ar dýr­a­teg­und­ir séu æðri en aðr­ar. Í þessu tilviki, að hvalurinn sé dýr­mæt­ar­i en til dæm­is kind eða kýr“ seg­ir Nat­ash­a.

Hún seg­ir að öll dýr vilj­i lifa og því sé um að ræða á­kveðn­a þver­sögn. Með því að ýta und­ir slík­a teg­und­a­for­dóm­a og mismunun sé á sama tíma ýtt und­ir mis­notk­un á sum­um teg­und­um, en ekki öðr­um.

„Öll dýr eru jöfn þeg­ar lit­ið er til getu þeirr­a til að þjást og vilj­a þeirr­a til að lifa frjáls og í frið­i. Þau eiga öll skil­ið að lifa lífi sínu eins og þau vilj­a, alveg eins og við, og án þess að vera stjórn­að af öðr­um“ seg­ir Nat­ash­a.

Hald­ið­ þið að þett­a muni nokk­urn tíma breyt­ast?

„Það er á­hug­a­vert að velt­a því fyr­ir sér. Þótt að borg­ar­a­rétt­ind­i hafi ver­ið leidd í lög á 7. ár­a­tugn­um er kyn­þátt­a­hat­ur enn ríkj­and­i í sam­fé­lag­in­u. Ég að rétt­ind­i dýra verð­i leidd í lög á okk­ar tím­um, en hvort að við get­um út­rýmt teg­und­a­for­dóm­um, er ég ekki viss um. Það gæti við­geng­ist leng­ur, eins og kyn­þátt­a­hat­ur hef­ur gert,“ seg­ir Luca.

Heimurinn verður ekki vegan á einni nóttu

Oft þeg­ar fjall­að er um veg­an­ism­a spyr fólk hvað eigi að gera við öll dýr­in í heim­in­um ef all­ir verð­i veg­an. Luca seg­ir að þau séu oft spurð að þess­u en tel­ur ekki að fjöld­i dýra sé vand­a­mál sem þurf­i að hafa á­hyggj­ur af.

„Því mið­ur fyr­ir öll dýr­in sem eru fórn­ar­lömb um all­an heim, verð­ur heim­ur­inn ekki veg­an á einn­i nótt­u. Það sem það þýð­ir er að smám sam­an verð­ur minn­i eft­ir­spurn eft­ir dýr­a­af­urð­um og sam­hlið­a því mun iðn­að­ur­inn smám sam­an rækt­a færr­i dýr. Dýr­in eru að­eins rækt­uð í dag til að þau séu svo skor­in á háls. Eftir því sem að eft­ir­spurn minnk­ar þá minnk­ar fram­leiðsl­an þann­ig að einn dag verð­ur fjöld­inn orð­inn þann­ig að við get­um kom­ið þeim fyr­ir í sér­stök­u frið­land­i og hugs­að um þeim og leyft þeim að lifa ævi sína, ham­ingj­u­söm, á ör­ugg­um stað,“ seg­ir Luca.

Luca seg­ir að þótt mik­ið sé fjall­að um mis­notk­un dýra í mat­væl­a­iðn­að­i megi ekki gleym­a því að dýr og dýr­a­af­urð­ir eru einn­ig not­uð í ýms­an klæðn­að, snyrt­i­vör­ur, skemmt­un, pruf­u og í gæl­u­dýr­a­iðn­að­in­um.

„Það þarf að veit­a því meir­i at­hygl­i og fólk þarf að vera með­vit­að um það hvern­ig og á hvað­a máta dýr eru mis­not­uð,“ seg­ir Luca.

Hægt er að fylgjast með parinu á heimasíðu þeirra hér og á Facebook og Instagram.

View this post on Instagram

Today this group of activists made history in Iceland for Animal Rights! This was Iceland's very first disruption. We had a small group of people, but they were so determined to make a powerful action for animals... and it was amazing! ~ ➡️ WATCH THE FULL LIVESTREAM ON OUR IGTV ➡️ Copy the link to SHARE it on your Instagram Stories, so not-yet vegans can hear the screams of the animal victims of their food choices, AND to inspire other activists to take direct action. ~ Black tape over our mouths, holding signs in both English and Icelandic, and playing the screams and cries of animals being enslaved and brutally murdered in the meat and dairy section of a supermarket in Reykjavik. ~ "Going vegan is not the most we can do, it's the least we can do" - That Vegan Couple. ~ @directactioneverywhere

A post shared by That Vegan Couple (@that_vegan_couple) on