Jarð­skjálfti af stærðinni 6,8 varð í gær­kvöldi í kringum bæinn Si­vrice sem er í um 550 kíló­metra fjar­lægð frá Ankara, höfuð­borg Tyrk­lands, en að minnsta kosti 22 eru látnir og þúsund særðir eftir skjálftann.

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hrundu byggingar í kjöl­farið og er talið að um 20 manns séu enn fastir í rústunum. Björgunar­aðilar leita nú á svæðinu og hafa birgðir verið sendar á staðinn en um átta stiga frost er á svæðinu.

Viðbragðsteymi kölluð út

Skjálftinn fannst einnig í Sýr­landi, Líbanon og Íran en jarð­skjálftar eru ekki ó­al­gengir á svæðinu. Rúm­lega tvö hundruð eftir­skjálftar urðu í kjöl­far hins stóra og hafa um 400 við­bragð­steymi verið kölluð út.

Um fjögur þúsund manns búa á svæðinu og geta því fréttir af á­standinu verið lengi að berast. Meðal þeirra sem hafa látist eru tólf ára strákur sem var bjargað úr rústunum en dó stuttu síðar á spítala.

Byggingar hrundu í kjölfar skjálftans.
Fréttablaðið/Getty
Við­bragð­steymi hafa nú verið kölluð út.
Fréttablaðið/Getty