Yfir­völd í Úkraínu hafa til­kynnt um flug­slys ná­lægt bænum Chu­huiv en að minnsta kosti 22 létust í slysinu. Að því er kemur fram í frétt BBC var vélin við það að lenda á her­flug­velli nærri Kharkiv þegar hún brot­lenti.

Alls voru 27 um borð en um borð vélarinnar voru mest megnis nemar frá Kharkiv Air Force há­skólanum en tveir særðust í slysinu og er þriggja enn leitað. Leitar­að­gerðir munu standa fram á nótt.

Ekki liggur fyrir hver or­sök brot­lendingarinnar eru en verið er að rann­saka málið. „Þetta er á­fall,“ sagði stað­gengill innan­ríkis­ráð­herra Úkraínu, Anton Geras­hchen­ko, í sam­tali við AFP og bætti við að það væri ó­mögu­legt að svo stöddu að úr­skurða hvað átti sér stað.

Volodymyr Zelen­sky, for­seti Úkraínu, hefur til­kynnt að hann komi til með að ferðast á vett­vang á morgun og að nefnd yrði skipuð til að rann­saka til­drög slyssins.