Í dag gengur í norð­læga átt 5 til 10 metrar á sekúndu vestan til á landinu í dag, en hægari breyti­leg átt annars staðar. Að mestu skýjað og víða skúrir, einkum inn til landsins síð­degis. Hiti yfir­leitt 7 til 12 stig yfir daginn.

Þá kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofunnar að á morgun verði fremur hæg vest­læg átt og á­fram víða skúrir. Vaxandi suð­vestan­átt síð­degis, suð­vestan 8 til 13 metrar á sekúndu og fer að rigna vestan til á landinu annað kvöld.

Sunnan­átt á mánu­dag og með rigningu í flestum lands­hlutum.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mánu­dag (sumar­sól­stöður):

Sunnan 10-18 m/s og rigning, en hægari vindur og þurrt norð­austan- og austan­lands fram á kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austur­landi.

Á þriðju­dag:

Vestan og síðar norð­vestan 5-10 með rigningu á köflum, en léttir til á sunnan­verðu landinu síð­degis. Hiti frá 6 stigum nyrst, upp í 16 stig á Suð­austur­landi.

Á mið­viku­dag:

Norðan og norð­vestan 5-10. Létt­skýjað sunnan- og vestan­lands og hiti 10 til 15 stig, en dá­lítil væta og svalara norð­austan­til á landinu.

Á fimmtu­dag:

Vest­læg átt 3-10 og létt­skýjað víða um land. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suður­landi.

Á föstu­dag:

Suð­vestan 5-13. Skýjað og dá­lítil súld á vestan­verðu landinu, hiti 9 til 12 stig. Bjart­viðri austan­til með hita 14 til 20 stig.

Nánar á vef Veðurstofunnar.