Hug­myndin að Mæla­borði barna er byggð á vinnu Kópa­vogs­bæjar, UNICEF á Ís­landi og fé­lags- og barna­mála­ráðu­neytisins að sögn Hjör­dísar Evu Þórðar­dóttur, sér­fræðings í fé­lags- og barna­mála­ráðu­neytinu sem sér um þróun og inn­leiðingu mæla­borðsins.

Hún segir mæla­borðið styðja við sam­þættingu, for­gangs­röðun og stefnu­mótun í hinu nýja kerfi sem Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, kynnti í gær.

„Öll þjónusta á að byggja á töl­fræði og greiningu gagna sem eru á mæla­borðinu,“ segir Hjör­dís Eva.

Hún segir nánari út­færsla mæla­borðsins vera í vinnslu innan stýri­hóps á vegum Stjórnar­ráðsins. Í stýri­hópnum eiga níu ráðu­neyti full­trúa, auk Hag­stofu Ís­lands, um­boðs­manns barna og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga. Unnið er að upp­setningu mæla­borðs fyrir ríki og sveitar­fé­lög. Gögnin sem mynda mæla­borðið eru fengin víða úr sam­fé­laginu, frá Hag­stofunni, Rann­sóknum og greiningu, barna­vernd, HSBC rann­sókn og Skóla­púlsinum.

„Til að tryggja aukið jafn­ræði barna og tryggja að við séum að stuðla að því að við­kvæmasti hópur barna og þau mál­efni sem er brýnt að tekið sé á hverju sinni séu að­gengi­leg. Það er til mjög mikið af gögnum og skýrslum um börn sem koma fram og vekja at­hygli, um­tal og um­ræðu en enda ofan í skúffu. Það vilja allir gera vel en það hefur vantað heild­stæða sýn og mark­vissa eftir­fylgni með töl­fræði­gögnunum. Með því að setja þau fram í mæla­borðinu erum við að tryggja að þessi gögn séu nýtt með mark­vissari hætti en líka að það sé verið að nota gagn­reyndar að­ferðir og gögn til að marka stefnu um börn á Ís­landi og ekki síst við­kvæmustu hópa barna,“ segir Hjör­dís Eva.

Börn eru þungamiðja frumvarps Ásmundar Einars að hans eigin sögn.
Fréttablaðið/Ernir

Leið til að fylgjast með þróun og líðan

Í mæla­borðinu eins og það er í Kópa­vogi er að finna vísi­tölu barn­væns sveitar­fé­lags og segir Hjör­dís Eva að starfs­hópurinn sem vinni að mæla­borðinu muni skoða hvort fara eigi sömu leið. Það verði þó gert í fullu sam­ráði við þau sveitar­fé­lög sem koma til með að taka þátt í verk­efninu.

„Vísi­tala er mögu­leg leið fyrir ríki og sveitar­fé­lögin til að fylgjast með þróun á líðan og vel­ferð barna, hvort þróunin sé já­kvæð eða nei­kvæð, jafnt sem hún styður við for­gangs­röðun mál­efna sem eru brýnust hverju sinni.

„Með því að nýta töl­fræði­gögn um vel­ferð barna í stefnu­mótun með mark­vissari hætti er stuðlað að betri for­gangs­röðun og ráð­stöfun fjár­muna. Við megum líka aldrei gleyma því að, að baki tölunum eru auð­vitað börn og líf og því er gríðar­lega mikil­vægt að bregðast við,“ segir Hjör­dís Eva.