Á­byrgð fram­tíð fær ekki að bjóða fram í Suður­kjör­dæmi fyrir Al­þingis­kosningarnar 25. septem­ber. Yfir­kjör­stjórn í kjör­dæminu hafnaði fram­boðinu þar sem ekki voru upp­fyllt skil­yrði um fjölda með­mælenda.

Alls vantaði 31 með­mælanda til að að upp­fylla skil­yrðin og fram­boðinu því hafnað sam­kvæmt úr­skurði yfir­kjör­stjórnar. Á­byrgð fram­tíð hefur sólar­hring til að kæra niður­stöðuna til lands­kjör­stjórnar.

Listi flokksins í Reykja­­vík norður var sam­þykktur fyrr í dag.