Ábyrgð framtíð fær ekki að bjóða fram í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Yfirkjörstjórn í kjördæminu hafnaði framboðinu þar sem ekki voru uppfyllt skilyrði um fjölda meðmælenda.
Alls vantaði 31 meðmælanda til að að uppfylla skilyrðin og framboðinu því hafnað samkvæmt úrskurði yfirkjörstjórnar. Ábyrgð framtíð hefur sólarhring til að kæra niðurstöðuna til landskjörstjórnar.
Listi flokksins í Reykjavík norður var samþykktur fyrr í dag.