Bílar

Aðalskoðun tekur í notkun færanlega skoðunarstöð

Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl.

Skoðunarbíll Aðalskoðunar.

Næstkomandi fimmtudag, 17. maí mun Aðalskoðun kynna til leiks nýja færanlega skoðunarstöð sem er fullbúin tækjum til að skoða fólksbíla. Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl. ,,Við erum ákaflega ánægð og stolt að geta boðið upp á þessa þjónustu hér á landi. Með nýju færanlegu skoðunarstöðinni getum við þjónustað viðskiptavini enn betur og á stærra svæði en við gerum í dag. Við bjóðum fyrirtækjum upp á þann möguleika að koma á staðinn og skoða bílaflotann, sem er einstaklega hentug þjónusta fyrir fyrirtæki sem hafa yfir stórum bílaflota að ráða, en einnig þau fyrirtæki sem sjá hag sinn í að bjóða starfsmönnum upp á bifreiðaskoðun á vinnutíma. Þetta sparar tíma fyrir starfsmenn og fyrirtæki og býður upp á mikla hagræðingu fyrir fyrirtæki,“ segir Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar. 

Færanlega skoðunarstöðin verður tekin í notkun þann 17. maí með pompi og prakt í Hafnarfirðinum k. 16 og verður til sýnis í Reykjanesbæ þann 18. maí kl. 16. Allir eru velkomnir að koma við og skoða þessa nýju færanlega skoðunarstöð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Bílasala í Evrópu 23,5% minni í september

Bílar

Seat framleiddur í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg

Bílar

Tesla framúr Mercedes Benz á Twitter

Auglýsing

Nýjast

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Morðið bæði grimmilegt og þaulskipulagt

Innkalla lakkrís súkkulaði

Vilja hætta að nafn­greina saka­menn í dómum

Segir Brexit-samkomulag nánast í höfn

Senni­legt að gjald­takan hafi verið ó­lög­mæt og ó­hóf­leg

Auglýsing