Bílar

Aðalskoðun tekur í notkun færanlega skoðunarstöð

Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl.

Skoðunarbíll Aðalskoðunar.

Næstkomandi fimmtudag, 17. maí mun Aðalskoðun kynna til leiks nýja færanlega skoðunarstöð sem er fullbúin tækjum til að skoða fólksbíla. Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl. ,,Við erum ákaflega ánægð og stolt að geta boðið upp á þessa þjónustu hér á landi. Með nýju færanlegu skoðunarstöðinni getum við þjónustað viðskiptavini enn betur og á stærra svæði en við gerum í dag. Við bjóðum fyrirtækjum upp á þann möguleika að koma á staðinn og skoða bílaflotann, sem er einstaklega hentug þjónusta fyrir fyrirtæki sem hafa yfir stórum bílaflota að ráða, en einnig þau fyrirtæki sem sjá hag sinn í að bjóða starfsmönnum upp á bifreiðaskoðun á vinnutíma. Þetta sparar tíma fyrir starfsmenn og fyrirtæki og býður upp á mikla hagræðingu fyrir fyrirtæki,“ segir Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar. 

Færanlega skoðunarstöðin verður tekin í notkun þann 17. maí með pompi og prakt í Hafnarfirðinum k. 16 og verður til sýnis í Reykjanesbæ þann 18. maí kl. 16. Allir eru velkomnir að koma við og skoða þessa nýju færanlega skoðunarstöð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Toyota Verso undir niðurskurðarhnífinn

Bílar

Tesla hefur smíðað 70.000 Model 3 bíla

Bílar

Porsche menning í 70 ár í Brimhúsinu á menningarnótt

Auglýsing

Nýjast

Mikill fjöldi keyrði undir á­hrifum fíkniefna í júlí

Óska eftir vitnum að hópá­rás á Flúðum

Stuðnings­full­trúinn fær ekki að snúa aftur til starfa

Metfjöldi skráðra mislingatilfella í Evrópu

Kvarta og krefja Kristínu um af­sökunar­beiðni

Frans páfi: „Við sýndum þeim litlu enga um­hyggju“

Auglýsing