Bílar

Aðalskoðun tekur í notkun færanlega skoðunarstöð

Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl.

Skoðunarbíll Aðalskoðunar.

Næstkomandi fimmtudag, 17. maí mun Aðalskoðun kynna til leiks nýja færanlega skoðunarstöð sem er fullbúin tækjum til að skoða fólksbíla. Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl. ,,Við erum ákaflega ánægð og stolt að geta boðið upp á þessa þjónustu hér á landi. Með nýju færanlegu skoðunarstöðinni getum við þjónustað viðskiptavini enn betur og á stærra svæði en við gerum í dag. Við bjóðum fyrirtækjum upp á þann möguleika að koma á staðinn og skoða bílaflotann, sem er einstaklega hentug þjónusta fyrir fyrirtæki sem hafa yfir stórum bílaflota að ráða, en einnig þau fyrirtæki sem sjá hag sinn í að bjóða starfsmönnum upp á bifreiðaskoðun á vinnutíma. Þetta sparar tíma fyrir starfsmenn og fyrirtæki og býður upp á mikla hagræðingu fyrir fyrirtæki,“ segir Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar. 

Færanlega skoðunarstöðin verður tekin í notkun þann 17. maí með pompi og prakt í Hafnarfirðinum k. 16 og verður til sýnis í Reykjanesbæ þann 18. maí kl. 16. Allir eru velkomnir að koma við og skoða þessa nýju færanlega skoðunarstöð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Meiri sala Citroën en minni hjá Peugeot

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Bílar

Frönsk yfirvöld vilja Ghosn frá Renault

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Auglýsing