Aðalmeðferð í Shooters-málinu er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tveir menn eru ákærðir í málinu og er gefið að sök að hafa ráðist á tvo dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári.

Sjá einnig: Á­kærður fyrir tvær líkams­á­rásir vegna Shooters-árásar

Aðalmeðferðin hófst á skýrslutöku af sakborningunum og byrjað var á Artur Pawel Wisocki en hann er sakaður um grófa líkamsárás á dyravörð sem hlaut mænuskaða og er lamaður frá hálsi. Artur hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan í sumar og játaði verknaðinn við þingfestingu málsins.

Sjá einnig: Fylgdist með manni í Armani-bol elta dyra­vörðinn uppi

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir Artur kom fram að sést hefði til hans elta dyravörðinn inn á staðinn og veist að honum meðal annars með ítrekuðum hnefahöggum.

Sjá einnig: Segja árás á Shoot­ers ekki eins og henni er lýst í ákæru