Blaða­maður Frétta­blaðsins Aðal­­heiður Ámunda­dótt­ur Frétta­blaðinu var verð­launuð í dag á blaða­manna­verð­laununum fyr­ir bestu um­­fjöll­un árs­ins 2018 sem fjallaði um end­ur­upp­­töku og eft­ir­­mála Guð­mund­ar- og Geir­finns­­mál­anna. Nokkrar af þeim greinum sem Aðalheiður hlaut verðlaun fyrir má sjá hér að neðan í tengdum fréttum. 

Þórður Snær Júlí­us­­son, rit­­stjóri Kjarn­ans, hlaut blaða­manna­verð­laun árs­ins 2018 fyr­ir bók­ina Kaup­t­hinking. Þá hlutu blaða­menn Stundarinnar, þeir Freyr Rögn­valds­­son og Stein­­dór Grét­ar Jóns­­son, verð­laun fyr­ir rann­­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins vegna um­­fjöll­un­ar­inn­ar Landið sem auð­menn eiga.

Ragn­heiður Linn­et, blaða­maður hjá Mann­lífi, var verð­launuð fyr­ir við­tal árs­ins. Það tók hún við Mer­hawit Barya­mikael Tes­fasla­se, ekkju plast­barka­þeg­ans Andemariam Beyene. 

Til­nefnd var alls í tólf flokkum. Verð­laun­in voru af­hent í Pressu­­klúbbn­um, fé­lags­heim­ili blaða­manna í Síðu­múla 23.

Nánar er hægt að lesa um verðlaunin á heimasíðu Blaðamannafélags Íslands.