Áætlun um viðbótarskammta bóluefnis liggur líklega fyrir um miðjan janúar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að alls hafi borist 10.000 bóluefnaskammtar frá Pfizer í desember. Frá janúar til lok marsmánaðar munu berast að minnsta kosti. 33.000 skammtar til viðbótar. Heildarsamningar við Pfizer kveða á um 250.000 skammta til Íslands sem duga fyrir 125.000 einstaklinga.
Þá segir að líklegt sé að fleiri skammtar berist á því tímabili sem um er rætt vegna viðbótarsamninga sem Evrópusambandið hefur gert. Áætlun um það mun liggja fyrir um miðjan janúar.
Moderna kom í dag
Í dag var tekið á móti fyrstu sendingu bóluefnis Moderna í dag. Það er annað bóluefnið sem hlýtur markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar og tekið er í notkun hér á landi. Áður var bóluefni Pfizer komið með markaðsleyfi og hófst bólusetning með því fyrir áramót. Í tilkynninu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi svo til þess að það þriðja frá AstraZenece fái brátt markaðsleyfi en Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í dag að það fái flýtimeðferð hjá þeim. Matsfundur fer fram 29. Janúar um það.
Moderna fékk markaðsleyfi 6. janúar verða afhentir samtals 5.000 skammtar í janúar og febrúar. Þá kemur fram í tilkynningu að Moderna sé að auka framleiðslugetu sína og munu því berast fleiri skammtar til Íslands eftir febrúarmánuð, en heildarsamningurinn kveður á um 128.000 skammta til Íslands sem duga fyrir 64.000 einstaklinga.
Á myndritinu hér að neðan má sjá yfirlit um stöðu bóluefnasamninga, upplýsingar um heildarfjölda bóluefnaskammta sem Ísland hefur samið um og þær upplýsingar sem nú liggja fyrir um afhendingu bóluefna eftir ársfjórðungum. Myndritið er uppfært reglulega eftir því sem nýjar upplýsingar berast.