Áætlun um viðbótarskammta bóluefnis liggur líklega fyrir um miðjan janúar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að alls hafi borist 10.000 bólu­efna­skammtar frá Pfizer í desember. Frá janúar til lok mars­mánaðar munu berast að minnsta kosti. 33.000 skammtar til við­bótar. Heildar­samningar við Pfizer kveða á um 250.000 skammta til Ís­lands sem duga fyrir 125.000 ein­stak­linga.

Þá segir að lík­legt sé að fleiri skammtar berist á því tíma­bili sem um er rætt vegna við­bótar­samninga sem Evrópu­sam­bandið hefur gert. Á­ætlun um það mun liggja fyrir um miðjan janúar.

Moderna kom í dag

Í dag var tekið á móti fyrstu sendingu bólu­efnis Moderna í dag. Það er annað bólu­efnið sem hlýtur markaðs­leyfi Evrópsku lyfja­stofnunarinnar og tekið er í notkun hér á landi. Áður var bólu­efni Pfizer komið með markaðs­leyfi og hófst bólu­setning með því fyrir ára­mót. Í til­kynninu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu segir að vonir standi svo til þess að það þriðja frá AstraZenece fái brátt markaðs­leyfi en Lyfja­stofnun Evrópu til­kynnti í dag að það fái flýti­með­ferð hjá þeim. Mats­fundur fer fram 29. Janúar um það.

Moderna fékk markaðs­leyfi 6. janúar verða af­hentir sam­tals 5.000 skammtar í janúar og febrúar. Þá kemur fram í til­kynningu að Moderna sé að auka fram­leiðslu­getu sína og munu því berast fleiri skammtar til Ís­lands eftir febrúar­mánuð, en heildar­samningurinn kveður á um 128.000 skammta til Ís­lands sem duga fyrir 64.000 ein­stak­linga.

Á mynd­ritinu hér að neðan má sjá yfir­lit um stöðu bólu­efna­samninga, upp­lýsingar um heildar­fjölda bólu­efna­skammta sem Ís­land hefur samið um og þær upp­lýsingar sem nú liggja fyrir um af­hendingu bólu­efna eftir árs­fjórðungum. Mynd­ritið er upp­fært reglu­lega eftir því sem nýjar upp­lýsingar berast.