Framleiðsla rafbíla hefur valdið skorti á liþíum sem hingað til hefur verið framleitt í óbyggðum Ástralíu og Suður-Ameríku. Svæðið sem um ræðir í Þýskalandi er um 12.000 ferkílómetrar og er að mestu undir Svartaskógi. Nýsköpunarfyrirtækið Vulcan Energy Resources segist geta framleitt kolefnishlutlaust liþíum með háhita raforkuvirkjunum sínum, og er með áætlanir um byggingu fimm slíkra orkuvera. Hefur fyrirtækið hafið söfnun á hlutafé til að fjármagna verkefnið sem mun kosta tvo milljarða dollara. Áætlanir ganga út á að hægt sé að framleiða 15.000 tonn af liþíum hydroxíði á ári fram til 2024, og allt af 40.000 tonn árlega eftir það. Evrópusambandið hefur gengið út frá aukinni framleiðslu rafbíla til að ná markmiðum sínum um minnkandi losun kolefnis. Samkvæmt áætlunum sambandsins mun þörf bílaframleiðanda fyrir liþíum þýða að árið 2030 þurfi að framleiða allt að 18 sinnum meira liþíum en nú er gert.