Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneyti Grikklands kemur fram að um 3760 þúsund tonn af plasti bætist við yfirborð Miðjarðarhafsins á hverju ári. Kom þetta fram í rannsókn sem áætlar að um 17600 tonn af plasti rati í Miðjarðarhafið á hverju ári.

Samkvæmt skýrslunni er áætlað af þessum 17600 tonnum af plasti sem fara í Miðjarðarhafið á ári hverju bætist tæplega 3800 tonn við yfirborðið.

Áætlað er að um 2800 tonn af plasti sökkvi niður á sjávarbotninn og að eftirstöðvanirnar, rúmlega ellefu þúsund tonn, skolist upp á strendur við Miðjarðarhafið.

Um leið var hægt að álykta af rannsókninni að það væru um 250 þúsund tonn af plasti fljótandi um yfirborð hafsins á heimsvísu.