Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði öku­mann bif­reiðar á Vestur­lands­vegi á níunda tímanum í gær­kvöldi eftir að bif­reið hans mældist á 143 kíló­metra hraða.

Leyfi­legur há­marks­hraði þarna er 80 kíló­metrar á klukku­stund og á öku­maðurinn von á 180 þúsund króna sekt, sam­kvæmt vef lög­reglunnar. Að sögn lög­reglu neitaði maðurinn þó fyrir brotið.

Lög­regla hafði í mörg horn að líta í gær­kvöldi og í nótt og hafði hún af­skipti af þó nokkrum öku­mönnum sem höfðu neytt á­fengis eða fíkni­efna.

Skömmu eftir mið­nætti var maður í annar­legu á­standi hand­tekinn í Hafnar­firði. Hann var mjög æstur, að sögn lög­reglu, og hafði verið að ógna fólki. Hann var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna málsins.

Þá var maður í annar­legu á­standi hand­tekinn í Breið­holti. Hann var á stiga­gangi húss þar sem hann var ó­vel­kominn og fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu. Hann var vistaður í fanga­klefa vegna málsins.

Loks hand­tók lög­regla mann í annar­legu á­standi í Mos­fells­bæ en hann er grunaður um hótanir, líkams­á­rás og brot á reglu­gerð um skot­elda. Hann var vistaður í fanga­klefa vegna málsins.