Kylfingurinn Tiger Woods var á næstum tvö­földum há­marks­hraða þegar hann velti bílnum sínum í Los Angeles í febrúar. Þetta kemur fram í fréttBBC.

Tiger, sem er af mörgum talinn einn besti kylfingur heims, var á um 140 km/klst þegar hann missti stjórn á bílnum. Við­bragðs­aðilar sem komu að slysstaðnum þurftu að klippa hurðina af bíl Tiger til að koma kylfingnum út. Sam­kvæmt frétt BBC er ekkert sem bendir til þess að Tiger hafi verið undir á­hrifum á­fengis eða lyfja þegar slysið varð.

Lög­reglu­stjórinn í LA coun­ty, segir í sam­tali við BBC að aðal­á­stæða slyssins hafi verið hrað­aksturs. Hann sagði jafn­framt að bílinn hafi verið á um 120 km/klst þegar hann klessti á tré.

Tiger fór í að­gerð vegna meiðsla á hægri sköflungi eftir slysið og var meðal annars skrúfa sett í sköflunginn til að minnka skaðann.

Að sögn tals­manna Woods í febrúar var Tiger nokkuð hress eftir að­gerðina og gat rætt við að­stand­endur sína. Tiger fór heim af spítala fyrr í þessum mánuðum.

Tiger setti yfir­lýsingu á Twitter fyrr í kvöld þar sem þakkaði að­dá­endum sínum fyrir hlý skila­boð og fjöl­skyldu sinni fyrir stuðninginn. Þá þakkaði hann jafnframt manninum sem kom að slysinu og hringdi á neyðar­línuna.