Stjarn­fræðingarnir Lisa Kal­teneg­ger og Dr. Jacki­e Faher­ty hafa búið til lista yfir plánetur sem gætu mögu­lega fylgst með jörðinni. Þetta kemur fram í frétt fráThe Guar­dian.

Frá 5000 árum í for­tíðinni og 5000 ár fram í tímann eru 2034 stjörnu­kerfi sem hafa verið eða munu vera þannig stað­sett að geta séð jörðina þegar hún ferðast fyrir framan sólina. Af þeim eru 46 stjörnu­kerfi nógu ná­lægt núna til að geta numið skýrar út­varps- og sjón­varps­bylgjur.

Rann­sak­endur á­ætla að af þessum plánetum sem gætu bæði séð og heyrt í jörðinni séu 29 plánetur sem gætu mögu­lega hýst líf.

Lisa Kal­teneg­ger segir að stjarn­fræðingar finni oft plánetur þegar þær ferðast fyrir framan sólina í stjörnu­kerfinu þeirra.

„Fyrir hverjum gætum við verið geim­verurnar ef ein­hver annar væri að horfa?“ spyr hún.

Stjarn­fræðingar hafa greint þúsundir pláneta utan sólar­kerfis okkar og um 70 prósent þeirra hafa fundist þegar þær ferðast fyrir framan sólu. Rann­sóknin var gefin út hjá tíma­ritinu Nature.