Tuttugu og níu full­orðnir ein­staklingar hafa verið dæmdir ó­sak­hæfir eða þurfa á öryggis­gæslu að halda. Þetta kemur fram í kort­lagningu fé­lags- og vinnu­markaðs­ráðu­neytisins á þörf fyrir öryggis­þjónustu í landinu. Auk þess er mat sveitar­fé­laganna að 14 börn þurfi á öryggis­ráð­stöfun að halda.

Öryggis­gæsla eða öryggis­vistun hefur verið mikið í um­ræðunni síðustu ár. Reykja­víkur­borg vildi losna við rekstur vistunar í Selja­hverfinu og ráðist var á barn við öryggis­vistun á Akur­eyri. Stefnt er að því að koma á fót nýrri öryggis­vistun fyrir allt landið í Reykja­nes­bæ en í­búarnir í hverfinu þar sem hún átti að rísa hafa mót­mælt harð­lega.

Sam­kvæmt skil­greiningu eru 8 ein­staklingar með al­var­legar geð­raskanir eða þroska­skerðingar og hafa annað hvort verið dæmdir ó­sak­hæfir eða talið er að refsing muni ekki bera árangur. 21 ein­stak­lingur hefur ekki verið á­kærður eða dæmdur fyrir af­brot, en er talinn hættu­legur og þurfa á öryggis­vistun að halda.

Stefnt er að því að ný öryggis­þjónusta ríkisins taki við þeim ein­stak­lingum sem dæmdir hafa verið ó­sak­hæfir. Sveitar­fé­lög geta óskað eftir að koma öðrum sem taldir eru hættu­legir á þá stofnun, en að undan­gengnu mati og úr­skurði dómara og að­eins til 12 mánaða í senn.

Sam­kvæmt stefnu ráðu­neytisins í mála­flokknum er gert ráð fyrir að hin nýja stofnun rísi í Reykja­nes­bæ í nóvember árið 2023. Sam­fara verður búið til nýtt nám sem nýtist starfs­fólki við stofnunina. Kostnaður á árinu 2022 er á­ætlaður 810 milljónir króna, en kostnaður fyrir tvö næstu ár liggur ekki fyrir.