Á þriðja tug íbúa á Dal­vík og í Dal­víkur­byggð eru smitaðir af Co­vid-19 og vinnur smitrakningar­teymið nú að rakningu smitanna. Í gær vöknuðu grun­semdir um hóp­smit á Dal­vík og hófust sýna­tökur vegna þessa í dag. Allir starfs­menn og nem­endur grunn­skóla bæjarins voru skimaðir í dag á­samt fleirum. Liggur skóla­hald niðri af þessum sökum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Norður­landi eystra.

Lög­reglan hvetur alla íbúa til að gæta vel að sótt­vörnum og fresta manna­mótum. For­svars­menn Dal­víkur­byggðar höfðu í dag sam­band við helstu vinnu­veit­endur á svæðinu og skýrðu fyrir þeim stöðuna. Þeir voru hvattir til að­gæslu.

Einnig hafa komið upp nokkur smit á Raufar­höfn og á Kópa­skeri. Lög­regla hvetur íbúa þar til að gæta vel að sér og við­hafa góðar smit­varnir.

Að­gerðar­stjórn lög­reglunnar á Norður­landi eystra fundar á morgun með hlutað­eig­andi aðilum um stöðuna sem upp er komin.

Hér má sjá til­kynningu frá Dal­víkur­byggð um málið.