Á þriðja tug vitna hefur verið yfir­heyrður vegna hús­brunans við Bræðra­borgar­stíg 1, þann 25. júní síðast­liðinn, sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu. Meðal þeirra eru bæði fórnar­lömb brunans og í­búar hússins, auk annarra vitna sem voru í námunda við brunann.

Bruninn er rann­sakaður sem mann­dráp af á­setningi. Auk þess er hinn grunaði sakaður um í­kveikju sem olli al­manna­hættu, um að hafa stefnt lífi fólks í hættu og að hafa brotið gegn vald­stjórninni.

Hinn grunaði var þann 15. júlí úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 6. ágúst. Ekki er víst hvort á­kæra verði gefin út fyrir þann tíma.

Yfir­heyrslur yfir manninum eru hafnar, en ekki var hægt að ræða við hann í að minnsta kosti þrjár vikur í kjöl­far brunans vegna and­legs á­stands.

Vett­vangs­rann­sókn að Bræðra­borgar­stíg er lokið af hálfu lög­reglunnar. Áður en á­kæra verður gefin út er nú beðið niður­stöðu rann­sókna á sýnum sem tekin voru á staðnum. Hvort óskað verði fram­lengingar á gæslu­varð­haldi 6. ágúst, ræðst þó fyrst og fremst af því hvernig lög­reglu sækist að kynna hinum grunaða gögn málsins og yfir­heyra um máls­at­vik. Enginn annar en um­ræddur maður hefur stöðu grunaðs.

Alls létust þrír í brunanum við Bræðra­borgar­stíg. Fjórir lögðust inn á spítala, þar af tveir á gjör­gæslu. Þrír af þeim sem þurftu að leggjast inn á spítala hafa nú verið út­skrifaðir, en sá fjórði er enn þungt haldinn.