Á þriðja tug vinnur nú að því að losa sementsflutningaskipið Fjordvik sem hefur verið strand við hafnargarðinn í Helguvík í tæpa viku. Áætlað er að skipið verður dregið til Keflavíkur í kvöld. 

Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið, en tveir dráttarbátar munu draga skipið þegar það er komið á flot. Halldór segir verkið ganga ágætlega og eru ýmis tæki og tól notuð til þess að koma skipinu a flot. Eins eru veðurskilyrði hagstæð. Í dag samþykktu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun björgunarfyrirtækisins SMT shipping fyrir flutningaskipið.

Ekki hefur verið kleift að koma skipinu á flot fyrr en nú því dæla þurfi um 100 tonnum af olíu úr skipinu. Dælingu olíunnar lauk í gær.