Innlent

Á þriðja tug vinna að því að losa Fjor­dvik

Fjöldi vinna nú að því að losa flutningaskipið Fjordvik sem hefur verið strand í Helguvík í tæpa viku.

Fréttablaðið/Ernir

Á þriðja tug vinnur nú að því að losa sementsflutningaskipið Fjordvik sem hefur verið strand við hafnargarðinn í Helguvík í tæpa viku. Áætlað er að skipið verður dregið til Keflavíkur í kvöld. 

Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið, en tveir dráttarbátar munu draga skipið þegar það er komið á flot. Halldór segir verkið ganga ágætlega og eru ýmis tæki og tól notuð til þess að koma skipinu a flot. Eins eru veðurskilyrði hagstæð. Í dag samþykktu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun björgunarfyrirtækisins SMT shipping fyrir flutningaskipið.

Ekki hefur verið kleift að koma skipinu á flot fyrr en nú því dæla þurfi um 100 tonnum af olíu úr skipinu. Dælingu olíunnar lauk í gær. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Aðgerðaáætlun vegna Fjordvik samþykkt

Innlent

Hafa lokið við að dæla olíu úr Fjordvik

Innlent

Dæling olíu úr Fjor­dvik gengið vel í dag

Auglýsing

Nýjast

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Auglýsing