„Ég er bara í hálf­gerðri sælu­vímu,“ sagði Thelma Guð­rún Jóns­dóttir, að­stoðar­maður á bráða­mót­töku, í sam­tali við blaða­mann eftir að hafa fengið bólu­efni gegn CO­VID-19 í morgun.

Thelma var í hópi þeirra heil­brigðis­starfs­manna sem fyrstir fengu bólu­efni en hinir í hópnum voru Kristina Elizondo, sjúkra­liði á gjör­gæslu­deild, Kristín Ingi­björg Gunnars­dóttir, hjúkrunar­fræðingur á gjör­gæslu­deild og Elías Ey­þórs­son, sér­náms­læknir í lyf­lækningum.

Frétta­blaðið tók fjór­menningana tali eftir að bólu­setningunni lauk og var þakk­læti þeim öllum ofar­lega í huga. Þó að um mikil tíma­mót sé að ræða verður dagurinn hjá þeim með hefð­bundnu sniði og voru þau til dæmis öll á leið til vinnu aftur.

Ótrúlegt hvað hægt er að gera

Að­spurð um hvernig til­finningin væri, nú þegar þau hafa fengið bólu­efni gegn veirunni, sögðust þau upp­lifa létti í bland við þakk­læti.

„Ég hefði aldrei trúað því, í febrúar eða mars, að það væri hægt að gera þetta á átta mánuðum,“ sagði Elías og bætti við að þetta sýni að þegar vilji er fyrir hendi sé hægt að á­orka miklu.

Elías Ey­þórs­son, sér­náms­læknir í lyf­lækningum, Kristina Elizondo, sjúkra­liði á gjör­gæslu­deild, Kristín Ingibjörg Gunnars­dóttir, hjúkrunar­fræðingur á gjör­gæslu­deild og Thelma Guð­rún Jóns­dóttir, að­stoðar­maður á bráða­mót­töku.
Fréttablaðið/Anton Brink

„Ég er ekki viss um að fólk geri sér endi­lega grein fyrir því hversu mikið af­rek þetta er. Fyrir læknis­fræðina og rann­sóknir er þetta á pari við að fara til tunglsins,“ sagði hann og bætti við að aldrei í sögunni hefðu jafn margir vísinda­menn unnið saman að á­kveðnu mark­miði.

„Ég er enn þá, ég segi kannski ekki á­falli, en þetta er stór­kost­legt. Mér finnst þetta bara frá­bært og ég held að það sé ljóst að þetta mun klára þennan far­aldur, bæði hér og úti í heimi,“ sagði Elías.

Síðustu mánuðir erfiðir

Thelma sagðist hik­laust mæla með því að fólk láti bólu­setja sig um leið og það hefur tök á því og svara þannig kallinu.

Kristín sagði að síðustu mánuðir hafi vissu­lega verið erfiðir en nú séum við farin að sjá fram á bjartari tíma. „Þetta hefur verið þungur róður en hópurinn hefur verið svo sam­stilltur og allir haft þessa sýn að klára þetta. Það held ég að skipti höfuð­máli,“ sagði hún.

Elías sagði að ís­lenska þjóðin í heild sinni hefði staðið sig vel í far­aldrinum og allt skipu­lag verið til fyrir­myndar. Af þeim sökum séum við ekki að horfa á sama skellinn og víða í í kringum okkur þar sem heil­brigðis­starfs­fólk hefur þurft að velja hverjir fá að leggjast inn á sjúkra­hús.

„Ég kannast ekki við það hér. Það var alltaf pláss og alltaf hægt að gera hlutina eins og við vildum. Það er þjóðinni að þakka. Það er svo mikill léttir. Ég held að við höfum öll nefnt það nokkrum sinnum að við erum bara full þakk­lætis.“