Í skýrslunni Sta­te of the Nor­dic Region kemur fram að hús­næðis­verð á Ís­landi hækkaði mest af öllum Norður­löndunum í Co­vid heims­far­aldrinum en jafn­framt að lands­fram­leiðsla dróst mest saman hér­lendis. Þá kemur fram að at­vinnu­leysi jókst mest á Ís­landi á sama tíma en að mót­vægis­að­gerðir stjórn­valda virðast hafa borið góðan árangur.

Í heims­far­aldrinum fór fæðingar­tíðni vaxandi, eins og á hinum Norður­löndunum. Fæðingar­tíðni var 7,8 prósent hærri frá janúar til septem­ber árið 2021 miðað við sama tíma­bil árið 2020.

Inn­flytj­endum til Ís­lands fækkaði um sau­tján prósent milli áranna 2019 og 2020. Fólks­flutningar frá Ís­landi fjölgaði um þrettán prósent á sama tíma. Fækkun inn­flytj­enda til Ís­lands skýrist að miklu leiti af því að færri komu frá Tékk­landi, Litháen, Pól­landi og Serbíu, sam­kvæmt rann­sókninni.

Fólks­flutningur frá Ís­landi var mest til Króatíu, Litháen, Lett­lands, Pól­lands, Portúgal og Rómaníu. Flutningar innan­lands hækkuðu um sex­tán prósent milli áranna 2019 og 2020 og höfðu ekki verið hærri frá árinu 1986.

At­vinnu­leysi á Ís­landi hefur hækkað mikið frá því far­aldurinn hófst. Í fyrsta árs­fjórðungi ársins 2019 var at­vinnu­leysi 2,5 prósent. Í öðrum árs­fjórðungi árið 2021 náði at­vinnu­leysi há­punkti og var þá 7,9 prósent en hefur fallið síðan. Við lok árs 2021 var at­vinnu­leysi 5,3 prósent.

Þeir geirar vinnu­markaðsins sem urðu verst fyrir barðinu á far­aldrinum voru fast­eigna­markaðurinn, flutningar og sam­göngur, og listir.

At­vinnu­leysi á Ís­landi hefur hækkað mikið frá því far­aldurinn hófst.
Fréttablaðið/Ernir

Mótvægisaðgerðir skiluðu árangri

Skýrslan, Sta­te of the Nor­dic Region kemur út annað hvert ár á vegum Nor­dregio, rann­sóknar­stofnun Nor­rænu ráð­herra­nefndarinnar. Þar eru birtar ýmsar töl­fræði­upp­lýsingar, rann­sóknir og saman­burður á bæði efna­hags­legum og fé­lags­legum mæli­kvörðum á Norður­löndunum. Inn­tak skýrslunnar núna er nokkuð litað af heims­far­aldri Co­vid-19 og því hvernig hann hafði á­hrif á efna­hag, vinnu­markað, fólks­flutninga og lýð­fræði­lega þróun innan Norður­landanna.

„Mót­vægis­að­gerðir í efna­hags­málum virðast hafa skilað nokkuð góðum árangri á Ís­landi, þar sem ferða­þjónusta er stór at­vinnu­grein sem varð fyrir miklum á­hrifum af heims­far­aldrinum. Á Ís­landi urðu gjald­þrot árið 2020 hins vegar tals­vert færri miðað við meðal­tal áranna 2014–2019,“ segir Gustaf Nor­lén einn rit­stjóra Sta­te of the Nor­dic Region og greinandi hjá Nor­dregio, í til­kynningu um skýrsluna.

Í skýrslunni kemur fram að verg lands­fram­leiðsla dróst mest saman á Ís­landi af öllum Norður­löndunum, eða um 6,5 prósent á árinu 2020 saman­borið við -2,9 prósent í Finn­landi, -2,8 prósent í Sví­þjóð, -2,1 prósent í Dan­mörku og að­eins 0,8 prósent í Noregi.

Þegar hús­næðis­verð er skoðað sér­stak­lega sést að það hækkaði al­mennt tals­vert á öllum Norður­löndunum síðast­liðin tvö ár, en þó mest á Ís­landi. Þar á eftir koma verð­hækkanir hús­næðis í Sví­þjóð, Dan­mörku og Noregi á meðan Finn­land sker sig nokkuð úr með hóf­legri verð­hækkunum og stöðugri hús­næðis­markaði.

„Það blasir við að hlut­fall þeirra sem vinna að heiman hefur aukist mikið sem hefur haft á­hrif á ferða­hegðun, hús­næðis­verð og val á bú­setu. Hús­næðis­verð í sumum lands­byggðar­svæðum Norður­landanna – til dæmis í Åre í Sví­þjóð og Born­holm í Dan­mörku – jókst meira en í stór­borgunum. Þegar verð á lands­vísu er svo skoðað var hækkunin mest á í­búðar­hús­næði á Ís­landi,“ segir Linda Randall, annar skýrslu­höfunda hjá Nor­dregio,í til­kynningunni.

Þar kemur svo fram að heilt yfir sýni skýrslan að hag­kerfi Norður­landanna hafi tekist vel á við far­aldurinn far­aldurinn og jafn­vel betur en önnur ríki í Evrópu, þótt svo að nei­kvæð á­hrifi far­aldursins hafi alls­staðar verið um­tals­verð.

Á Norður­löndunum jókst at­vinnu­leysi mest á Ís­landi í kjöl­far Co­vid og sam­kvæmt skýrslunni hefur heims­far­aldurinn leitt í ljós vaxandi fé­lags­lega gjá á milli ó­líkra svæða og þjóð­fé­lags­hópa á Norður­löndum, sér­stak­lega milli ó­líkra tekju­hópa og milli lands­byggðar og þétt­býlis­staða.

„Skýrslan sýnir að veikari hópar eins og aldraðir, þeir sem fæddir eru er­lendis og ungt fólk hafa orðið fyrir nei­kvæðustu á­hrifum heims­far­aldursins, einnig hér á Norður­löndunum, bæði hvað varðar heilsu og fjár­hag. En jafn­framt sjáum við að stuðnings­að­gerðir stjórn­valda við fyrir­tæki og laun­þega hafa stuðlað að færri gjald­þrotum og tals­vert hraðari bata en eftir fjár­mála­kreppuna 2008,“ segir Gustaf Nor­lén enn fremur.

Ýmis­legt annað fróð­legt má lesa í Sta­te of the Nor­dic Region sem kom út í dag. Hægt er að skoða hana betur hér að neðan en kynning á skýrslunni fer fram í Nor­ræna húsinu í dag í há­deginu á Nor­ræna deginum. Starfs­fólk Nor­dregio og skýrslu­höfundar munu kynna lykil­hluta skýrslunnar og í kjöl­farið svara spurningum við­staddra.

Hér er hægt að hlaða niður skýrslunni.

Hér er að finna nánari upp­lýsingar um við­burðina, tengil á skráningu ef þú vilt taka þátt, hvort sem er á staðnum eða í gegnum net­út­sendingu þann 23. mars.