Einn ein­stak­lingur var lagður inn á Land­spítalann vegna inn­töku á Soolantra kremi, sem inni­heldur I­ver­mektín. Lyfið er einungis ætlað til notkunar út­vortist á húð til með­ferðar við bólum.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá sendu Lyfja­stofnun og em­bætti Land­læknis út sam­eigin­lega yfir­lýsingu í morgun þar sem varað var við inn­töku kremsins. Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofnunar, stað­festir við mbl.is að á­stæðan sé spítala­inn­lögn ein­stak­lings.

Rúna segir að verið sé að kanna hve yfir­grips­mikið vanda­málið sé og að verið sé að skoða á­vísanir og af­greiðslur kremsins og fleira, en það er á for­ræði Land­læknis.

Nú hefur á­vísunar­réttur vegna kremsins verið þrengdur og er nú einungis bundinn vð sér­fræðinga í húð­sjúk­dómum. Áður giltu engar tak­markanir um upp­á­skrift lyfsins.

Ekkert bendi til virkni I­ver­mektín gegn CO­VID

Hópur sem gjarnan kennir sig við Co­við­spyrnuna hefur í­trekað haldið því fram að I­ver­mektín lyfið virki gegn CO­VID-19, þrátt fyrir að rann­sóknir bendi til annars.

Í ný­legri grein deildar­læknisins Jóns Magnúsar Jóhannes­sonar og Magnúsar Karls Magnús­sonar, prófessors við lækna­deild HÍ, er bent á að vandaðasta rann­sóknin á virkni lyfsins sem unnin var af Cochrane sam­tökunum sýni engin merki um að lyfið minnki dánar­tíðni, bæti ein­kenni eða komi í veg fyrir að ein­kenni versni.

Þeir Jón Magnús og Magnús Karl segja að að flestar rann­sóknir á virkni lyfsins við Co­vid hafi hvorki verið rit­rýndar né birtar form­lega. Þá hafi ein stærsta rann­sóknin ný­lega verið dregin til baka vegna gruns um fölsun og rit­stuld.