Gular veður­við­varanir á suð­austan­verðu landinu taka gildi í kvöld en þar sem hvessir á­fram í nótt gætu við­varanirnar orðið appel­sínu­gular. Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings á vef Veður­stofu Ís­lands.

Fyrri part dags er gert ráð fyrir á­kveðinni vest­lægri átt með rigningu eða slyddu öðru hvoru, en lítils háttar snjó­komu norð­austan­lands. Eftir há­degi má gera ráð fyrir éljum á Norður- og Austur­landi en léttir annars til og kólnar.

Norður af landinu er lítils­háttar lægð sem hreyfist til suð­austurs og dýpkar ört síðar í dag. Það veldur vaxandi norðan­átt á austur­helmingi landsins og gæti vind­hraði náð storm­styrk eða roki á Suð­austur­landi undir mið­nætti. Í nótt gæti bætt enn frekar í vind á þessum slóðum eins og að framan greinir.

„Dregur tals­vert úr vindi eftir há­degi á morgun, en þá falla jafn­framt við­varanir úr gildi. Hiti fer einnig ört lækkandi og má reikna með tals­verðu frosti seinni partinn,“ segir í hug­leiðingum veður­fræðings.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á föstu­dag:
Norð­vestan 13-20 m/s austan­til fram eftir degi, auk þess él á Norð­austur­landi, en annars norð­læg eða breyti­leg átt, 3-10 og bjart með köflum. Frost yfir­leitt 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugar­dag:
Suð­læg eða breyti­leg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum, en vestan 5-10 og slydda eða snjó­koma SV-til. Frost 1 til 9 stig, en hlánar við S- og V-ströndina og rigning þar undir kvöld.

Á sunnu­dag:
Suð­austan og austan­áttir með rigningu eða slyddu og hita kringum frost­mark, en snjó­komu og vægu frosti á Norð­austur- og Austur­landi.

Á mánu­dag:
Norð­læg átt með éljum á N- og A-lands, en annars bjart og kólnandi veður.

Á þriðju­dag:
Út­lit fyrir vaxandi austan­átt með snjó­komu og skaf­renningi, en úr­komu­lítið NA-lands. Hlýnandi heldur í bili.

Á mið­viku­dag (full­veldis­dagurinn):
Lík­lega hægir vindar með éljum á víð og dreif og fremur kalt í veðri.