Ungur karl­maður var fluttur tölu­vert slasaður með sjúkra­flugi til að­hlynningar á Lands­spítala eftir að bíll hans valt á Norð­fjarðar­vegi í morgun. Austur­frétt greindi fyrst frá.

Þór­hallur Árna­son, varð­stjóri hjá lög­reglunni á Austur­landi, stað­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að maðurinn sé á gjör­gæslu. Um var að ræða jepp­ling, voru velturnar nokkrar og er bíllinn taldur ó­nýtur.

Slysið varð til móts við reið­höll hesta­manna­fé­lagsins Blæs, ná­lægt gatna­mótum norð­fjarðar­vegs og Odd­skarðs­veg. Tölu­verður við­búnaður var vegna slyssins.