Eftir frekari greiningu smitrakningarteymis almannavarna hafa fleiri starfsmenn Torgs verið sendir í sóttkví í kjölfar smits sem greindist hjá starfsmanni fyrirtækisins.

Alls eru 36 starfsmenn úr öllum deildum félagsins nú komnir í sóttkví og lýkur því á miðnætti 18. ágúst.

Ekki verður truflun á starfsemi Torgs við þetta þar sem starfsmenn í sóttkví, bæði blaðamenn og aðrir, munu vinna heima. Fréttaflutningur miðla Torgs, Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla, verður því með óbreyttu sniði meðan á sóttkví stendur.