Út­hlutun Barna­menningar­sjóðs Ís­lands fór fram í dag og hlaut 41 verk­efni styrk úr sjóðnum í ár. Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og Lilja Al­freðs­dóttir mennta- og menningar­mála­ráð­herra fluttu á­vörp við út­hlutunina.

Í ár var önnur út­hlutun sjóðsins sem stofnaður var í til­efni aldar­af­mælis full­veldisins. Helsta hlut­verk hans er að styðja við fjöl­breytta starf­semi á sviði barna­menningar með á­herslu á sköpun, listir og virka þátt­töku barna í menningar­lífinu.

For­sætis­ráð­herra ræddi sögu ís­lenskrar barna­menningar og ís­lensks sam­fé­lags og hve mikil­vægt væri að gefa öllum börnum tæki­færi til að skapa og feta ó­troðnar slóðir.

Styrkirnir sem veittir voru í nema um 92 miljónum króna sem skiptast niður í 41 verk­efni. Alls bárust 112 um­sóknir í ár en lögð var á­hersla á að verk­efnin sem voru valin mættu fjöl­breyttum þörfum barna og ung­menna. Þá tók út­hlutun sjóðsins einni mið af á­herslu nú­gildandi menningar­stefnu á sam­starf stofnana, skóla, fé­laga­sam­taka og ein­stak­linga.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við úthlutunina.
Mynd/Stjórnarráðið

Eftir­farandi verk­efni hljóta styrk úr Barna­menningar­sjóði Ís­lands fyrir árið 2020:

Kópa­vogs­bær í sam­starfi við H. C. Ander­sen safnið í Óðins­véum, Múmín-safnið í Tampere og Undra­land Ilons í Haap­salu – kr. 6.500.000.

Vatns­dropinn er fyrsta al­þjóð­lega og þver­fag­lega menningar­verk­efnið sem tengir nor­rænar barna­bók­menntir við þróunar­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna. Verk­efnið er til þriggja ára og fer fram í fjórum löndum. Það byggir á vinnu­smiðjum, sýningum og við­burðum fyrir al­menning þar sem nor­ræn skóla­börn verða virkjuð í sýningar­stjórn og allri fram­kvæmd.

Há­skóli Ís­lands – Stofnun Vig­dísar Finn­boga­dóttur í er­lendum tungu­málum í sam­starfi við And­rúm arki­tekta ehf og Gagarín ehf – kr. 5.000.000.

Tungu­mála­tré er hluti sýningar í Tungu­mála­stofu í Ver­öld – Húsi Vig­dísar. Um er að ræða gagn­virka sýningu, sem ætluð er til fræðslu og vitundar­vakningar um tungu­mál heims, þar sem tungu­málum og vísindum verður miðlað til grunn­skóla­nema og kennara þeirra á gagn­virkan og lifandi hátt með það að mark­miði að örva hugsun, vekja á­huga þeirra og skilning.

Menningar­mið­stöð Fljóts­dals­héraðs í sam­starfi við Þjóð­leik­húsið, Leik­fé­lag Hólma­víkur og sam­tök sveitar­fé­laga á Suður­nesjum, Suður­landi, Vestur­landi, Norður­landi vestra og Norður­landi eystra – kr. 4.600.000.

Þjóð­leikur er sam­starfs­verk­efni Þjóð­leik­hússins og margra grunn- og fram­halds­skóla, menningar­ráða, sveitar­fé­laga og á­huga­leik­fé­laga á lands­byggðinni. Mark­mið þess er að efla ís­lenska leik­ritun, styrkja leik­listar­iðkun ungs fólks og auka á­huga þess á leik­list, auk þess sem það styrkir fag­þekkingu á leik­list í skólum og hjá á­huga­leik­fé­lögum. Verk­efnið gengur nú gegnum þróunar­ferli sem ætlað er að styrkja grund­völl þess til fram­búðar og koma sam­starfinu við lands­hlutana í fastari skorður.

Gerðar­safn í sam­starfi við 11 sjálf­stætt starfandi lista­menn og ung­linga­stig grunn­skólanna í Kópa­vogi – kr. 4.000.000.

Í takti – Ung­lingar og sam­tíma­list er verk­efni þar sem Gerðar­safn leggur við hlustir um það hvernig ung­lingar kjósa að upp­lifa sam­tíma­list. Verk­efnið byggir á sam­tali milli safns og ung­linga og er leitt af þver­fag­legum hópi lista­manna. Þau finna sér af­drep innan safnsins og koma til með að hafa mótandi á­hrif á starf­semina. Ung­lingarnir finna sínar leiðir til fræðast um sam­tíma­list og safnið lærir af þeim.

List fyrir alla – kr. 4.000.000.

List­veitan er verk­efni á for­ræði Listar fyrir alla unnið í sam­starfi við gras­rót lista­manna og menningar­stofnanir. Verk­efnið felst í því að auka að­gengi að list­við­burðum fyrir börn og ung­menni, auk þess að deila fræðslu og náms­efni af vett­vangi lista og sköpunar. List­veitan verður að­gengi­leg á vefnum www.list­fyri­r­alla.is

Menningar­húsin í Kópa­vogi – kr. 4.000.000.

Smiðjur óháð tungu­máli í mynd­list, tón­list og rit­list þar sem lista­menn frá Pól­landi, Ís­landi og Serbíu leið­beina á pólsku, spænsku, ítölsku, þýsku, ensku og ís­lensku með það að leiðar­ljósi að börn og fjöl­skyldur geti notið skapandi stunda óháð tungu­máli eða menningar­bak­grunni. Verk­efnið byggir á fjöl­þjóð­legu barna­menningar­verk­efni sem hlaut styrk frá Barna­menningar­sjóði 2019.

Ari Hlynur Guð­munds­son Ya­tes í sam­starfi við The Animation Works­hop/VIA Uni­versity College í Vi­borg, List­kennslu­deild LHÍ, Lækjar­skóla, Set­bergs­skóla og Hraun­valla­skóla í Hafnar­firði, Garða­skóla í Garða­bæ, Fella­skóla í Reykja­vík og Land­vernd – kr. 3.500.000.

FLY – ÍS­LAND 2 er fram­hald verk­efnis sem miðar að því að inn­leiða nýjar kennslu­að­ferðir á sviði sjón­rænnar sögu­gerðar í grunn­skólum. Verk­efnið byggir á vinnu­stofum fyrir kennara og nem­endur þeirra, á­samt gerð kennslu­efnis og miðlun þekkingar og reynslu af sam­bæri­legu verk­efni í Dan­mörku. Fyrsti hluti verk­efnisins fékk stuðning frá Barna­menningar­sjóði 2019.

Austur­brú í sam­starfi við Skaft­fell, Sviðs­lista­mið­stöð Austur­lands, Tón­listar­mið­stöð Austur­lands, Skóla­skrif­stofu Austur­lands, Ung­menna­ráð Austur­lands og List fyrir alla – kr. 3.000.000.

BRAS menningar­há­tíð barna og ung­menna á Austur­landi 2020 - Ein­kunnar­orð há­tíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðar­ljós hennar að börn þori að vera þau sjálf og fram­kvæmi á eigin for­sendum. Há­tíðin er haldin frá miðjum septem­ber fram í októ­ber þar sem fram fara litlir sem stórir list­við­burðir auk nám­skeiða og fræðslu á sviði lista og menningar. Yfir­skriftin í ár er "Réttur til á­hrifa" og byggir á 12. grein Barna­sátt­mála SÞ.

Reykja­víkur­borg – Barna­menningar­há­tíð í sam­starfi við Hörpu­strengi ehf, List fyrir alla, Tón­listar­borgina Reykja­vík og tón­listar­deild Lista­há­skóla Ís­lands – kr. 3.000.000.

BIG BANG er evrópsk tón­listar­há­tíð fyrir unga á­heyr­endur sem fá að upp­lifa fjöl­breytta og metnaðar­fulla efnis­skrá er saman­stendur af tón­leikum, inn­setningum og tón­listar­tengdum smiðjum undir hand­leiðslu fag­fólks í tón­list. Sér­stök á­hersla er lögð á tón­listar­fólk og tón­skáld sem sjá ævin­týrið í tón­listar­sköpun sinni og vilja leita frjórra leiða til að kynna tón­list fyrir börnum og deila með þeim sviðinu. BIG BANG er þróunar­verk­efni til þriggja ára og fékk styrk frá Barna­menningar­sjóði 2019.

Lista­safn Reykja­víkur – kr. 3.000.000.

Varpið – marg­brotið verk­efni um sam­tíma­list sem miðar að því að efla fræðslu og miðlun á sam­tíma­list til barna og ung­linga. Varpið á sama­stað vef­lægt og sem „pop-up“ við­burðir í safn­húsunum og mætir ungum á­horf­endum á þeirra for­sendum. Út­búinn verður viða­mikill fræðslu­grunnur sem byggist á safn­eigninni og notaður verður við út­færslu stakra við­burða í fram­tíðinni. Fyrsti sýni­legi við­burður Varpsins er sýning í Hafnar­húsi árið 2021.

Reykja­víkur­borg – Bók­mennta­borg UNESCO í sam­starfi við Borgar­bóka­safnið, Barna­menningar­há­tíð í Reykja­vík, Leik­fé­lag Reykja­víkur, skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur, Menningar­fé­lag Akur­eyrar, List fyrir alla, Mennta­mála­stofnun og Ríkis­út­varpið – kr. 2.600.000.

Sögur – sam­starfs­verk­efni á vett­vangi tón­listar, kvik­mynda, rit­listar og sviðs­lista, ætlað að lyfta verkum barna og sýna þeim hvað getur orðið úr hug­myndum þeirra. Einnig að hefja upp ís­lenskuna sem skapandi tungu­mál og styrkja börn í að nýta tungu­málið á fjöl­breyttan hátt, á­samt því að gefa börnum rödd og tæki­færi til að velja það sem þeim finnst vel gert á sviði barna­menningar. Fram undan er átak til að styrkja verk­efnið og víkka það út til landsins alls.

Þjónustu- og þekkingar­mið­stöð fyrir blinda, sjón­skerta og ein­stak­linga með sam­þætta sjón-og heyrnar­skerðingu í sam­starfi við Ninnu Margréti Þórarins­dóttur hönnuð – kr. 2.500.000.

Að hugsa sér – þreifi­bækur fyrir blind og sjón­skert börn, með það að mark­miði að auka að­gengi blindra barna að bókum. Huga þarf að ýmsu eigi bókin að vera að­gengi­leg fyrir blind börn þar sem þau þurfa að nota önnur skyn­færi en sjón við lestur og skoðun bóka. Með þreifi­bókum fá blind börn tæki­færi til að skilja og túlka myndir, læra um form og mis­munandi á­ferð og kynnast punkta­letrinu sem þau þurfa að til­einka sér.

Tálkna­fjarðar­skóli í sam­starfi við Kómedíu­leik­húsið og grunn­skóla á sunnan­verðum Vest­fjörðum – kr. 2.300.000.

Lista­smiðjur með lista­mönnum úr heima­byggð er verk­efni sem ætlað er að auka flóru list­sköpunar meðal skóla­barna á sunnan­verðum Vest­fjörðum. Það felur í sér sam­starf milli grunn­skóla og lista­manna sem búa á eða eru ættaðir af svæðinu. Lista­mennirnir koma heim og taka þátt í verk­efninu með því að deila þekkingu sinni og list til barnanna í gegnum al­mennt skóla­starf og í reglu­legum lista­smiðjum.

Trúða­vaktin - Ís­lensku sjúkra­hús­trúðarnir í sam­starfi við Barna­spítala Hringsins – kr. 2.200.000.

Trúða­vaktin hefur það mark­mið að skapa stuttar gleði­stundir með börnum í erfiðum að­stæðum. Vaktina skipa tíu fag­menntaðir leikarar sem hafa hlotið sér­staka þjálfun í að­ferðar­fræði og vinnu­sið­ferði sjúkra­hús­trúða. Trúðarnir heim­sækja öll börn frá 0-18 ára á Barna­spítala Hringsins, alla fimmtu­daga, árið um kring, tveir trúðar í senn. Verk­efnið hlaut styrk úr Barna­menningar­sjóði 2019 og fær á­fram­haldandi stuðning til að efla starfið og fjölga trúðum á vakt.

Askur og Embla ehf í sam­starfi við List fyrir alla o.fl. – kr. 2.000.000.

Kvikinda­há­tíð – stutt­mynda­sam­keppni. Í til­efni þess að Evrópsku kvik­mynda­verð­launin eru haldin á Ís­landi árið 2020 verður efnt til veg­legrar stutt­mynda­sam­keppni fyrir ung­linga um allt land. Í að­draganda keppninnar fá ung­mennin kynningu á störfum lista­manna í kvik­mynda­geiranum og að­gang að kennslu­mynd­böndum í kvik­mynda­gerð sem lið í að skapa sín eigin kvik­mynda­verk.

Fjalla­byggð í sam­starfi við hóp lista­manna og grunn­skóla sveitar­fé­lagsins – kr. 2.000.000.

Himinn og haf – Barna­menningar­dagar í Fjalla­byggð þar sem í boði verða fjöl­breyttar list­smiðjur fyrir börn og ung­menni. Mark­miðið er að efla menningar­starf barna, gefa þeim tæki­færi óháð stöðu og efna­hag til að kynnast flóru menningar og lista í sam­fé­laginu og sem þátt­tak­endur að rækta hæfi­leika sína til list­sköpunar, auk þess að veita þeim hvatningu til skapandi hugsunar og kynna þeim heim og um­hverfi menningar í byggða­laginu.

Hall­veig Kristín Ei­ríks­dóttir í sam­starfi við Birni Jón Sigurðs­son og Ingi­björgu Ýri Skarpéðins­dóttur – kr. 2.000.000.

Fugla­bjargið – leik­ferð. Barnar­óperan Fugla­bjargið er mynd- og ljóð­rænt skynjunar­leik­hús, þar sem fugla­tegundirnar sem byggja eyjuna Skrúð fyrir utan Fá­skrúðs­fjörð eru skoðaðar í gegnum gang árs­tíðanna. Barna­menningar­sjóður veitir styrk til sýninga verksins á lands­byggðinni sem á­formaðar eru á Akur­eyri, Egils­stöðum, Beru­firði, Stöðvar­firði, Raufar­höfn, Ísa­firði og Rifi.

Hand­bendi Brúðu­leik­hús ehf – kr. 2.000.000.

HIP – Al­þjóð­leg brúðu­lista­há­tíð á Hvamms­tanga; Hvamms­tangi International Puppetry Festi­val. Há­tíðin er ný há­tíð, sem ætlað er það hlut­verk að auka fjöl­breytni menningar í Húna­þingi vestra og gefa börnum á svæðinu tæki­færi til að taka þátt í vönduðum list­við­burðum á há­tíð þar sem ís­lenskir og al­þjóð­legir brúðu­lista­menn bjóða upp á brúðu­sýningar, vinnu­stofur og fyrir­lestra. Hand­bendi hlaut styrk frá Barna­menningar­sjóði 2019 fyrir sumar­nám­skeiði í leik­list.

O.M.A.H.A.I. – fé­laga­sam­tök – kr. 2.000.000.

Sögur af stríði endur­skrifaðar sem sögur af friði er verk­efni ætlað börnum inn­flytj­enda á aldrinum 10 –14 ára og miðar að því að segja sögur barna sem bú­sett eru á Ís­landi en eiga rætur í annars konar menningu. Börnin eru hvött til að segja sögur að heiman og tengja þær reynslunni af að upp­götva og að­lagast nýrri menningu sem er þeim framandi. Börnin fá vandaða leið­sögn og hvatningu til að þróa með sér ýmsa hæfi­leika, sem opna þeim leiðir og þekkingu til að ná lengra með sögur sínar og um­rita þær í sögur af von.

Ó­byggða­setur ehf í sam­starfi við Hildi Bergs­dóttur, Skúla Magnús Júlíus­son, Fella­skóla í Fella­bæ, Náttúru­stofu Austur­lands og Vatna­jökuls­þjóð­garð – kr. 2.000.000.

Náttúru­skólinn - lifandi fræðsla um náttúru, náttúru­vernd, sögu og menningar­minjum með það að mark­miði að auka sjálfs­traust og virkni barna og ung­linga, 7 – 15 ára, með á­skorunum og þjálfun í sam­vinnu. Þá er náminu ætlað að vekja hjá þátt­tak­endum á­huga á náttúru Ís­lands og efla virðingu þeirra fyrir náttúrunni til fram­tíðar.

Pera Óperu­kollektíf í sam­starfi við Ás­björgu Jóns­dóttur, Birgit Djupe­dal, Birgitte Holt Niel­sen og Helga Rafn Ingvars­son – kr. 2.000.000.

Söng­list fyrir börn og ung­linga á Óperu­dögum 2020 er fjöl­breytt og ný­stár­leg dag­skrá fyrir börn og ung­linga sem verður í boði á Óperu­dögum 2020, með það að mark­miði að kynna þeim óperu­formið og bjóða þeim upp á barn­væna tón­leika. Hjer­telyd er ópera fyrir unga­börn frá 0-2,5 árs; Ljóð fyrir lofts­lagið er nor­rænt sam­starfs­verk­efni þar sem sterk á­hersla er lögð á virka þátt­töku og list­sköpun barna í sam­starfi við ungt lista­fólk; Music and the Brain er glæ­ný raf­ópera eftir Helga Rafn Ingvars­son.

Þroska­hjálp – lands­sam­tök í sam­starfi við UngRÚV og þátta­gerðar­teymið að baki þáttunum „Með okkar augum“ – kr. 2.000.000.

Frá okkar bæjar­dyrum séð – list­smiðjur fyrir ung­linga með þroska­hömlun. Í smiðjunum er unnið með list­sköpun, réttindi og menningu ung­linga með þroska­hömlun og skyldar fat­lanir. Verk­efnið stefnir að vitundar­vakningu um það sem stendur í vegi fyrir þátt­töku fatlaðra barna í menningar­lífi. Af­rakstur smiðjanna verður sýndur í formi list­sýningar. Hluti verk­efnisins er gerð heimilda­myndar um verk­efnið.

Ást­hildur Björg Jóns­dóttir í sam­starfi við Guð­björgu Lind Jóns­dóttur, Ellen Gunnars­dóttur, Ilmi Dögg Gísla­dóttur f.h. Gerðu­bergs og Óskar Dýr­mund Ólafs­son f.h. Þjónustu­mið­stöðvar Breið­holts – kr. 1.800.000.

Undrin í náttúru Ís­lands – lista­smiðja. Haldin verða vald­eflandi nám­skeið í mynd­list fyrir börn og ung­menni í ís­lenskri náttúru þar sem á­hersla er lögð á að skoða hvað felst í hinu „góða lífi“. Á nám­skeiðinu er náttúran á höfuð­borgar­svæðinu efni­viður list­sköpunar. Þátt­tak­endur greina hvernig fé­lags­legir þættir og um­hverfið geta haft á­hrif á líðan fólks. Niður­stöður verk­efnisins verða settar upp á sýningu. Ást­hildur hlaut styrk úr Barna­menningar­sjóði 2019 fyrir lista­smiðjuna Sögur af sjó.

Dans­fé­lagið Lúxus í sam­starfi við List fyrir alla, krakkaR­ÚV, Sviðs­lista­mið­stöð Austur­lands o.fl. – kr. 1.800.000.

Derringur – leik­ferð. Derringur er nýtt ís­lenskt dans­verk eftir dans­lista­konurnar, Snæ­dísi Lilju Inga­dóttur og Val­gerði Rúnars­dóttur. Verk­efnið er unnið í náinni sam­vinnu við grunn­skóla­börn víða um land og sækir inn­blástur sinn í árs­tíðirnar fjórar og ís­lenskt veður­far. Barna­menningar­sjóður veitir styrk fyrir dans­vinnu­stofur og sýningar verksins á lands­byggðinni sem á­formaðar eru á Vest­fjörðum, Suður­landi, Austur­andi og Norður­landi.

Íris Hrönn Kristins­dóttir í sam­starfi við Bóka­safn Há­skólans á Akur­eyri, Mið­stöð skóla­þróunar við Há­skólann á Akur­eyri, Amts­bóka­safnið á Akur­eyri, Barna­bóka­setur, Fræðslu­svið Akur­eyrar­bæjar, Skóg­ræktar­fé­lag Ey­firðinga og Vinnu­skóla Akur­eyrar­bæjar – kr. 1.800.000.

Úti er ævin­týri er læsis­hvetjandi rat­leikur um Kjarna­skóg, eitt vin­sælasta úti­vistar­svæði landsins. Leikurinn gengur út á að þátt­tak­endur leita að per­sónum úr vin­sælum barna­bók­menntum í skóginum og læra um leið að lesa og rata eftir korti. Verk­efnið sam­einar barna­menningu, úti­vist, hreyfingu og mynd­list í bland við lestur á­huga­verðra barna­bóka­texta og texta um náttúru­fræði.

Kvik­mynda­mið­stöð Ís­lands í sam­starfi við EFA Young Audi­ence Award, Erlu Stefáns­dóttur, Mið­stöð sviðs­lista á Austur­landi, List fyrir alla, Odd­nýju Jóns­dóttur Sen, Sam­tök sveitar­fé­laga á Vestur­landi o.fl. – kr. 1.800.000.

Verð­launa­há­tíð ungra á­horf­enda eða EFA Young Audi­ence Award er hluti af Evrópsku kvik­mynda­akademíunni, þar sem krökkum á aldrinum 12 – 14 ára víðs­vegar um Evrópu er ár­lega boðið að taka þátt á kvik­mynda­há­tíð sem með­limir í dóm­nefnd. Há­tíðin fer fram sam­tímis í 40 Evrópu­löndum og 70 borgum, Reykja­vík er þar með talin, en að þessu sinni hefur verið á­kveði að stækka verk­efnið og færa há­tíðina út á land og gefa þannig fleiri börnum tæki­færi til að taka virkan þátt á verð­launa­há­tíðinni.

Al­þjóð­leg kvik­mynda­há­tíð í Reykja­vík ehf í sam­starfi við 9 kvik­mynda­gerðar­konur – kr. 1.600.000.

Stelpur filma! er viku­langt nám­skeið þar sem stelpur læra undir­stöðu­at­riði í kvik­mynda­gerð. Margir sam­verkandi þættir gera það að verkum að stelpur eru ó­lík­legri til að prófa sig á­fram í kvik­mynda­gerð og láta rödd sína heyrast. Með Stelpur filma! er stuðlað að því að leið­rétta þennan kynja­halla, með því að bjóða upp á rými þar sem stelpur fá næði til að þroska sína hæfi­leika og mynda tengsl við kven­kyns fyrir­myndir.

Hafnar­fjarðar­kaup­staður í sam­starfi við Hafnar­borg, menningar- og lista­mið­stöðvar Hafnar­fjarðar, lista­mennina Ólaf Ólafs­son og Libiu Ca­stro, grunn­skóla í Hafnar­firði og ung­menna­ráð Hafnar­fjarðar – kr. 1.500.000.

Bæjar­stjórn unga fólksins er hlut­verka­leikur fyrir einn ár­gang úr grunn­skólum Hafnar­fjarðar þar sem unga fólkið setur sig í hlut­verk bæjar­full­trúa í einn dag og vinnur með mál­efni sem þau velja sjálf. Verk­efnið tengist sýningu lista­mannat­ví­eykisins Ólafs Ólafs­sonar og Libiu Ca­stro sem verður sett upp í Hafnar­borg í vetur þar sem stjórnar­skrá lýð­veldisins Ís­lands verður til um­fjöllunar.

Lista­safn Ár­nesinga í sam­starfi við Viktor Pétur Hannes­son mynd­listar­mann og grunn­skóla á Suður­landi – kr. 1.500.000.

Grasa­grafík er yfir­skrift nám­skeiða sem haldin verða á Suður­landi, þar sem unnið verður með jurtir úr flóru Ís­lands og þær nýttar í list­sköpun. Vinnan skilar sér m.a. í því að nem­endur og kennarar þeirra sjá jurtir í náttúru Ís­lands í nýju ljósi.

Mið­nætti leik­hús í sam­starfi við List fyrir alla og Þjóð­leik­húsið – kr. 1.500.000.

Geim-mér-ei; leik­sýning á lands­byggðinni, farand-brúðu­sýning án orða um ó­vænta vin­áttu lítillar stelpu og framandi geim­veru. Sagan er túlkuð án orða og með lifandi tón­list, hún hentar því börnum með mis­munandi móður­mál og líka heyrna­skertum börnum. Notast er við Bun­raku brúðu­tækni sem hvetur til skapandi leik­stunda þegar heim er komið. Sýningarnar fara fram á Egils­stöðum, Akur­eyri, Rifi og Ísa­firði.

Tungu­mála­töfrar fé­laga­sam­tök í sam­stafi við Edin­borgar­húsið, Ísa­fjarðar­bæ, Fé­lag opin­berra starfs­manna á Vest­fjörðum, Verka­lýðs­fé­lag Vest­fjarða, Há­skóla­setur Vest­fjarða, prófessors­em­bætti HÍ að Hrafns­eyri o.fl. – kr. 1.500.000.

Tungu­mála­töfrar er ís­lensku­nám­skeið með list­sköpun og leik fyrir 5 – 11 ára fjöltyngd börn. Nám­skeiðið er opið öllum börnum en er hugsað sér­stak­lega fyrir ís­lensk börn sem að hafa fæðst er­lendis, börn með ís­lenskar rætur sem hafa flutt til út­landa og börn af er­lendum upp­runa bú­sett á Ís­landi. Unnið er með mynd­list, tón­list, sögur og leiki í um­hverfi sem eflir mál­vitund og styrkir sjálfs­mynd. Tungu­mála­töfrar hlutu styrk úr Barna­menningar­sjóði 2019 og fær á­fram­haldandi stuðning til að þróa náms­efni og að­ferðir við kennslu fjöltyngdra barna gegnum list­sköpun.

Þor­grímur Þráins­son í sam­starfi við grunn­skóla á lands­byggðinni – kr. 1.500.000.

Skapandi skrif í grunn­skólum landsins byggja á reynslu Þor­gríms Þráins­sonar rit­höfundar, sem lítur á læsi sem eitt mikil­vægasta lýð­heilsu­mál þjóðarinnar. Hann hefur um langt ára­bil boðið nem­endum í 10. bekkjum grunn­skóla um land allt upp á fræðslu um skapandi skrif, en í þetta sinn leggur Þor­grímur upp í enn einn hring kring um landið með það að mark­miði að færa nem­endum á mið­stigi grunn­skóla (í 5.–7. bekk) fræðslu um skapandi skrif.

Strandagaldur í sam­starfi við Arnar Ingvars­son, grunn­skólana á Hólma­vík og Drangs­nesi, Reyk­hóla­skóla, Rann­sóknar­setur HÍ á Ströndum o.fl – kr. 1.300.000.

Galdra­skólinn - viltu kynnast göldrunum innra með þér? Í Galdra­skólanum læra börn um galdrana í okkur sjálfum og náttúrunni. Nem­endur fræðast um galdra á Ís­landi, menningu og sögu sem þeim tengjast. Svo verður efnið nýtt sem efni­viður í sköpun og tjáningu í sam­starfi við fag­menntaða lista­menn. Á­herslurnar eru sjálf­styrking með sjálfs­rýni og sköpun sem sam­tvinnast með lær­dómi um galdra og lækninga­jurtir sem tæki til að efla trú á eigin mátt. Strandagaldur fékk styrk frá Barna­menningar­sjóði 2019 og fær á­fram­haldandi stuðning við að þróa starf­semina í nýjar áttir.

Svika­skáld í sam­starfi við Reykja­vík Bók­mennta­borg UNESCO - kr. 1.300.000.

Ljóða­smiðjur Svika­skálda eru ætlaðar ung­lingum og ung­mennum með það að mark­miði að gefa þeim tæki­færi til að prófa vinnu­að­ferðir Svika­skálda og gefa út sín fyrstu rit­verk. Í smiðjunum lesum við, rýnum og skrifum ljóð, sköpum og endur­sköpum og gefum loks út af­raksturinn í ljóða­bæklingi. Svika­skáld stýra smiðjunum og leggja á­herslu á upp­byggi­lega sam­vinnu sem ein­kennist af trausti, sköpunar­gleði og trúnaði.

Af­rika-Lole í sam­starfi við Kórís – Lands­sam­tök barna og ung­menna­kóra, Reykja­víkur­borg og Tón­mennta­kennara­fé­lag Ís­lands – kr. 1.200.000.

FAR Fest Afríka Reykja­vík er afrísk menningar­há­tíð með á­herslu á tón­list og dans en þver­fag­legt sam­starf við önnur lista­svið, mis­munandi eftir þema hvers árs. FAR byggir á sam­starfið milli ís­lensks, nor­ræns og afrísks lista­fólks og stuðlar að tengsla­neti sem má vinna með til fram­tíðar og eflir sam­vinnu og menningar­lega þróun, m.a. á sviði tón­listar- og dans­kennslu og -iðkunar barna frá aldrinum 3 - 15 ára. FAR Fest Afríka Reykja­vík stendur fyrir nám­skeiðum, fræðslu, tón­leikum og kór­tón­leikum.

Hönnunar­safn Ís­lands í sam­starfi við Jóhönnu Ás­geirs­dóttur – kr. 1.100.000.

Einar Þor­steinn - fyrir ungt fólk á öllum aldri. Börnum og ung­mennum verður boðið að setja sig í spor Einars Þor­steins Ás­geirs­sonar hönnuðar með meiru, í nýrri leik- og fræðslu­stöð um Einar Þor­stein. Þar gerast þau rann­sak­endur og gera upp­götvanir um sam­hengi stærða, forma og eðli al­heimsins. Í boði verður fræðsla, verk­efni og leik­föng fyrir alla fjöl­skylduna sem hvetja til sköpunar og til­rauna, allt inn­blásið af verkum Einars. Hönnunar­safn Ís­lands fékk styrk frá Barna­menningar­sjóði 2019 fyrir hönnunar­nám­skeiði fyrir grunn- og fram­halds­skóla­nem­endur.

Lista­safnið á Akur­eyri í sam­starfi við Akur­eyrar­stofu, Lilý Erlu Adams­dóttur, Ninnu Þórarins­dóttur og Sig­ríði Ellu Frí­manns­dóttur – kr. 1.000.000.

Allt til enda - List­vinnu­stofur barna. Börnum á grunn­skóla­aldri verður boðið að sækja þrjár ó­líkar list­vinnu­stofur og vinna þar verk undir leið­sögn kraft­mikilla og spennandi lista­manna og hönnuða. Á­hersla verður lögð á að börnin taki virkan þátt í öllu sköpunar­ferlinu, frá því að hug­mynd fæðist þar til full­unnið lista­verk er til sýnis fyrir gesti Lista­safnsins á Akur­eyri. Á­hersla verður lögð á að börnin taki virkan þátt í að sýna af­raksturinn á sér­stakri sýningu sem sett verður sett upp í lok hverrar vinnu­stofu, sýningarnar verða öllum opnar og þar fá börnin tæki­færi til að láta ljós sitt skína.

Maximus Musicus ehf í sam­starfi við Hörpu, Almar Blæ Sigur­jóns­son, Pétur Odd­berg Heimis­son og Val­gerði Guð­rúnu Guðna­dóttur – kr. 1.000.000.

Sögu­stundir með Maxa í Hörpu eru ó­keypis tón­listar­sögu­stundir þar sem sögu­maður flytur ævin­týrin um músíkölsku músina Maxí­mús Músíkús. Myndunum úr bókunum er varpað upp á stóran skjá og sagan er sögð á­samt há­gæða hljóð­ritum Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands af öllum tón­verkunum sem sögunum fylgja. Í lok stundarinnar kemur músin sjálf og dansar við Lagið hans Maxa sem allir taka þátt í að syngja og dansa og allir fá að hitta vin sinn, Maxa mús.

Northern Wave, fé­laga­sam­tök í sam­starfi við Frysti­klefann á Rifi o.fl. – kr. 800.000.

Barna- og ung­linga­dag­skrá Northern Wave . Al­þjóð­lega kvik­mynda­há­tíðin Northern Wave býður nú í fyrsta sinn upp á metnaðar­fulla dag­skrá fyrir börn og ung­linga. Boðið verður upp á super 8 krakka­bíó með plakata­smiðju, sund­bíó, skugga­mynda­smiðju og hreyfi­mynda­smiðju.

Rekstrar­fé­lagið Hörpu­strengir ehf í sam­starfi við Ís­lenska dans­flokkinn, Kling og Bang Gallerí, Lista­há­skóla Ís­lands, Barna­menningar­há­tíð í Reykja­vík, RÚV og Sigurð Inga Einars­son – kr. 800.000.

Upp­takturinn - tón­sköpunar­verð­laun barna og ung­menna. Með Upp­taktinum er á­hersla lögð á að hvetja ungt fólk til að semja sína tón­list og senda inn tón­smíð, eða drög að tón­verki. Dóm­nefnd sem skipuð er fag­mönnum velur úr inn­sendum hug­myndum. Þau verk sem valin eru, verða full­unnin í vinnu­stofu með að­stoð tón­listar­nem­enda Lista­há­skóla Ís­lands. Einnig verður farið í að leita leiða hvernig tengja má tón­listar­á­herslu Upp­taktsins við fleiri list­greinar. Tón­verkin eru flutt á metnaðar­fullri og glæsi­legri tón­leika­dag­skrá í tón­listar­húsinu Hörpu.

Orgel­húsið, fé­laga­sam­tök – kr. 500.000.

Orgel­krakka­stundir gefa grunn­skóla­börnum á Norður­landi Eystra, Suður­nesjum og Höfuð­borgar­svæðinu tæki­færi til að setja saman lítið, sér­smíðað orgel frá grunni og kynnast þannig upp­byggingu hljóð­færisins og hvernig hljómurinn í því myndast. Börnin vinna sjálf alla vinnuna undir leið­sögn tveggja organ­ista. Verk­efnið þjálfar börnin í að vinna saman í hóp til að ná mark­miðinu og þarf hópurinn að vera sam­hentur og út­sjónar­samur. Í lok hverrar stundar hjálpast þau að við að leika á orgelið því það virkar ekki nema blásið sé í belgi þess.

Ólafur B. Ólafs­son og Ingi­björg Al­dís Ólafs­dóttir í sam­starfi við Kletta­skóla – kr. 500.000.

Fugla­ver­öld er söng­leikur um ís­lenska fugla, sem saman­stendur af 15 söng­lögum og sex dönsum. Verk­efnið felst í því að nem­endur úr 5.-10. bekkjum Kletta­skóla, rúm­lega 90 að tölu, æfa söng­leikinn undir hand­leiðslu kennara sinna og flytja hann síðan á há­tíðar­sal skólans. Kór Kletta­skóla verður leiðandi í flutningi tón­listarinnar sem leikin er á píanó og á­sláttar­hljóð­færi. Stefnt er að því að sýna Fugla­ver­öld á Barna­menningar­há­tíð í Reykja­vík og gefa þannig fötluðum nem­endum Kletta­skóla tæki­færi til þátt­töku í há­tíðinni á sínum for­sendum.