Fleiri en 40 hafa nú réttar­stöðu sak­bornings hjá héraðs­sak­sóknara í rann­sókn á um­fangs­miklu peninga­þvætti. Málið er talið tengjast ís­lenskum fíkni­efna­smyglurum í Suður-Ameríku og er nær fjár­hæðin sem hefur verið þvættuð upp undir milljarð króna. Greint var frá þessu í kvöld­fréttum RÚV.

Greint var frá því í septem­ber í fyrra að þrír sætu í gæslu­varð­haldi vegna rann­sóknar á um­fangs­miklu peninga­þvætti. Um tuttugu höfðu þá verið yfir­heyrðir í tengslum við málið og er nú ljóst, rúmu ári síðar, að rann­sóknin er komin mun lengra, þar sem á fimmta tug hafa réttar­stöðu sak­bornings.

Fólkið er flest ungt, á milli tví­tugs og þrí­tugs. Það á að hafa farið í­trekað í banka­úti­bú til að skipta ís­lenskum krónum í evrur. Upp­hæðin var yfir­leitt ein milljón króna í einu. Talið er að fólkið hafi fengið um tíu þúsund krónur greiddar fyrir hverja ferð sem það fór.

Ein á­kæra hefur verið gefin út vegna málsins. Karli og konu er þar gefið að sök að hafa þvættað 27 milljónir króna.