Að minnsta kosti 41 far­þegi um borð norska skemmti­ferða­skipsins MS Roald A­mund­sen hafa nú greinst með kóróna­veirunna sem veldur CO­VID-19 og eru hundruð far­þega í sótt­kví meðan beðið er eftir niður­stöðum úr þeirra sýnum. Þetta hefur BBC eftir tals­mönnum fyrir­tækisins sem á skipið.

Skipið, sem er í eigu norska fyrir­tækisins Hurti­gru­ten, hefur verið á ferða­lagi um Sval­barða í viku en skipið lagðist að bryggju í Tromsø síðast­liðinn föstu­dag. Fyrir­tækið hefur hætt við allar skemmti­ferða­siglingar vegna málsins og segist fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins taka málinu mjög al­var­lega.

Búast við að fleiri greinist á næstu dögum

Um 180 far­þegar fóru frá borði á föstu­daginn sem hefur gert yfir­völdum erfiðara fyrir en nú hefur náðst sam­band við alla far­þega og þeim skipað að sæta ein­angrun í tíu daga. Meðal þeirra smituðu eru 36 á­hafnar­með­limir og fimm far­þegar en búist er við að fleiri greinist á næstu dögum.

Norsk yfir­völd hafa gefið það út að far­þegum skemmti­ferða­skipa, sem eru með fleiri en 100 manns um borð, verði bannað að fara frá borði í að minnsta kosti 14 daga. Þá rann­sakar lög­regla hvort ein­hver lög hafi verið brotin áður en far­aldurinn braust út um borð skipsins.