Fertugur karlmaður verður ákærður yfir manndráp af gáleysi eftir að fimm ára stúlka lést í skíðaslysi í Flaine í Haute Savoie í frönsku ölpunum á laugardag. Fréttablaðið greindi frá málinu um helgina en nú hefur saksóknari staðfest að maðurinn muni sæta ákæru.
Maðurinn var að skíða niður brekkuna á miklum hraða þegar hann lenti á stúlkunni. Stúlkan, sem hét Ophelie og var bresk, slasaðist alvarlega og var hún úrskurðuð látinn á sjúkrahús eftir komuna þangað. Hún var á skíðanámskeiði ásamt öðrum ungum börnum þegar slysið varð.
Í umfjöllun Sky News er haft eftir saksóknaranum í Bonneville, Karline Bouisset, að maðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki gætt nægjanlega að sér.
Bouisset segir að lögregla hafi rætt við fjölmörg vitni síðan slysið varð. Verði maðurinn fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm.
Foreldrar stúlkunnar eru breskir og átti fjölskyldan heimili í Genf í Sviss og hús í Les Carroz sem er vinsælt skíðasvæði.