Fer­tugur karl­maður verður á­kærður yfir mann­dráp af gá­leysi eftir að fimm ára stúlka lést í skíða­slysi í Flaine í Haute Savoi­e í frönsku ölpunum á laugar­dag. Frétta­blaðið greindi frá málinu um helgina en nú hefur sak­sóknari stað­fest að maðurinn muni sæta á­kæru.

Maðurinn var að skíða niður brekkuna á miklum hraða þegar hann lenti á stúlkunni. Stúlkan, sem hét Op­heli­e og var bresk, slasaðist al­var­lega og var hún úr­skurðuð látinn á sjúkra­hús eftir komuna þangað. Hún var á skíða­nám­skeiði á­samt öðrum ungum börnum þegar slysið varð.

Í um­fjöllun Sky News er haft eftir sak­sóknaranum í Bonn­evil­le, Karline Bouis­set, að maðurinn hafi verið á mikilli ferð og ekki gætt nægjan­lega að sér.

Bouis­set segir að lög­regla hafi rætt við fjöl­mörg vitni síðan slysið varð. Verði maðurinn fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsis­dóm.

For­eldrar stúlkunnar eru breskir og átti fjöl­skyldan heimili í Genf í Sviss og hús í Les Car­roz sem er vin­sælt skíða­svæði.